nóvember 06, 2003
Gærdagurinn var ekki eins og aðrir dagar hjá mér. Byrjaði svo sem svipað, vaknaði og fór í sturtu og keyrði í Egilsstaði.
Þar með lauk öllum venjulegheitum. Keyrði bóndann á flugvöllinn, fór í vinnuna og hafði ekki verið þar lengi þegar ég fór að finna fyrir seiðingsverk í bakinu. Stóð á fætur til að liðka mig og þá kom það - bakverkur - ógeðslega sárt og viðbjóðslegt.
Ég átti eina verkjatöflu sem ég skellti í mig, kom mér síðan niður á heilsugæslustöð þegar taflan var farin að virka. Læknirinn píndi mig svolítið, lét mig hafa meira dóp og sendi mig heim í rúm og þar hef ég verið síðan. Vaknaði í morgun, heldur skárri, gat komist upp úr rúminu án þess að hljóða, bara gaf mér góðan tíma í þetta.
Björninn minn er í fríi og snýst fyrir mig það sem ég bið hann um. Annars yrðu hlutirnir bara að bíða betri tíma.
Verð heima í dag, það er deginum ljósara.
Þar með lauk öllum venjulegheitum. Keyrði bóndann á flugvöllinn, fór í vinnuna og hafði ekki verið þar lengi þegar ég fór að finna fyrir seiðingsverk í bakinu. Stóð á fætur til að liðka mig og þá kom það - bakverkur - ógeðslega sárt og viðbjóðslegt.
Ég átti eina verkjatöflu sem ég skellti í mig, kom mér síðan niður á heilsugæslustöð þegar taflan var farin að virka. Læknirinn píndi mig svolítið, lét mig hafa meira dóp og sendi mig heim í rúm og þar hef ég verið síðan. Vaknaði í morgun, heldur skárri, gat komist upp úr rúminu án þess að hljóða, bara gaf mér góðan tíma í þetta.
Björninn minn er í fríi og snýst fyrir mig það sem ég bið hann um. Annars yrðu hlutirnir bara að bíða betri tíma.
Verð heima í dag, það er deginum ljósara.