nóvember 27, 2003
Hvílíkt andleysi !
Ég les þessa síðustu færslu mína og hugsa: Hef ég ekkert betra fram að færa. Gerði ég ekkert merkilegt í gær ? Ég fór að vísu í sund....... og þá rifjast upp fyrir mér það sem ég var að hugsa þar sem ég svamlaði á bakinu og eitt og eitt snjókorn datt ofan úr himninum. Þetta var svona DEJA VU ! Ég vissi að í skúffunni minni var eitthvað krot þessu tengt, fór og leitaði og fann þetta:
Snjókorn
Ég ligg á bakinu
flýt þyngdarlaus
í hlýrri lauginni.
Stórar snjóflygsur falla
ofan úr myrkrinu,
dansa í ljósi kastaranna
og falla síðan
á hvað sem fyrir verður.
Sumar lenda í vatninu,
leysast upp og hverfa.
Sumar safnast á jörðina,
breyta lit hennar
úr svörtu í hvítt.
Sumar lenda í andliti mínu,
kæla og svala.
Ein lendir í auga mér,
veldur mér óþægindum
eitt augnablik.
Hversu líkt er ekki líf okkar snjókornum.
Ég ligg á bakinu,
svíf andartak
í heim snjókornanna,
þar til fætur mínir snerta botninn.
Ég les þessa síðustu færslu mína og hugsa: Hef ég ekkert betra fram að færa. Gerði ég ekkert merkilegt í gær ? Ég fór að vísu í sund....... og þá rifjast upp fyrir mér það sem ég var að hugsa þar sem ég svamlaði á bakinu og eitt og eitt snjókorn datt ofan úr himninum. Þetta var svona DEJA VU ! Ég vissi að í skúffunni minni var eitthvað krot þessu tengt, fór og leitaði og fann þetta:
Snjókorn
Ég ligg á bakinu
flýt þyngdarlaus
í hlýrri lauginni.
Stórar snjóflygsur falla
ofan úr myrkrinu,
dansa í ljósi kastaranna
og falla síðan
á hvað sem fyrir verður.
Sumar lenda í vatninu,
leysast upp og hverfa.
Sumar safnast á jörðina,
breyta lit hennar
úr svörtu í hvítt.
Sumar lenda í andliti mínu,
kæla og svala.
Ein lendir í auga mér,
veldur mér óþægindum
eitt augnablik.
Hversu líkt er ekki líf okkar snjókornum.
Ég ligg á bakinu,
svíf andartak
í heim snjókornanna,
þar til fætur mínir snerta botninn.