<$BlogRSDURL$>

nóvember 01, 2003

Minn tími að hlusta á útvarp er milli 8:30 og 9:00 á morgnana. Þá er ég á leið í vinnu með Rás 2 í gangi. Í gærmorgun var Gestur Einar að ræða við einhvern Arnar hárgreiðslumeistara um útlit, hárgreiðslu og fleira í þeim dúr. Þessi Arnar kemur til Gests reglulega og tjáir sig um útlit, tísku og allt hvað eina. Hann er svona "Heiðar snyrtir"-týpa sem talar eiginlega alveg eins og Laddi í gervi Elsu Lund. Ég er honum ósammála í næstum öllu, en finnst samt svoo gaman að hlusta á manninn. Ég held hann sé alltaf á föstudagsmorgnum hjá Gesti.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?