nóvember 04, 2003
Snjór, dásamlegur snjór. Ég sat við tölvuna mína niðursokkin um hádegisbilið, leit út um gluggann og sá þá ekki í næsta hús fyrir snjókomu. Æðislegt, kominn vetur !! En, nei, þegar ég fór af stað heim um fimmleytið var hitastigið komið upp fyrir frostmark og veturinn búinn í bili.
Bóndinn er að búa sig til ferðar á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna - björninn bíður eftir skipunum frá vinnuveitandanum hvenær hann þarf að fara á Bakkafjörð að mæla fyrir nýjum vegi og frumburðurinn byrjaði að blogga - hérna.
Verst hvað Bakkafjörður er langt frá Húsó ...
Bóndinn er að búa sig til ferðar á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna - björninn bíður eftir skipunum frá vinnuveitandanum hvenær hann þarf að fara á Bakkafjörð að mæla fyrir nýjum vegi og frumburðurinn byrjaði að blogga - hérna.
Verst hvað Bakkafjörður er langt frá Húsó ...