nóvember 23, 2003
Tíðindalaust á austurvígstöðvunum !
Helgin búin að vera afspyrnuróleg, bara verið heima í rólegheitum og gert fátt eitt og lítið af hverju. Helstu afrekin verið að elda ágætis Lasagna í gærkvöldi, baka vöfflur með kaffinu í dag, setja í þvottavélina nokkrum sinnum og þrífa þvottahúsið.
Ég er alveg gjörsamlega og blessunarlega laus við þennan "jólaóróa" sem virðist vera kominn í fólk út um allt land. Kannski vegna þess að engin börn eru á heimilinu. Stundir sem varið er í að baka piparkökur eða laufabrauð, búa til jólakort eða föndra eitthvað með börnunum, fjölskyldunni eða vinunum - þeim stundum er vel varið. Samveran er svo dýrmæt, ekki síst á þessum síðustu tímum þar sem stór hluti barna dvelur í skólum eða dagvistun bróðurpartinn úr deginum.
Ég á erfiðara með að sætta mig við alla auglýsingamennskuna sem er að telja okkur trú um að jólin komi ekki nema við kaupum þetta eða eigum hitt.
Jólin koma, hvort sem við erum glöð, döpur, heilbrigð eða veik.
Jólin eru ekki eitthvað sem við kaupum, heldur eitthvað sem við sköpum sjálf.
Mínar bernskuminningar um jól eru sjóður sem er mér dýrmætur og ég vona að mínir synir geti sagt hið sama þegar þeir verða komnir á minn aldur.
Helgin búin að vera afspyrnuróleg, bara verið heima í rólegheitum og gert fátt eitt og lítið af hverju. Helstu afrekin verið að elda ágætis Lasagna í gærkvöldi, baka vöfflur með kaffinu í dag, setja í þvottavélina nokkrum sinnum og þrífa þvottahúsið.
Ég er alveg gjörsamlega og blessunarlega laus við þennan "jólaóróa" sem virðist vera kominn í fólk út um allt land. Kannski vegna þess að engin börn eru á heimilinu. Stundir sem varið er í að baka piparkökur eða laufabrauð, búa til jólakort eða föndra eitthvað með börnunum, fjölskyldunni eða vinunum - þeim stundum er vel varið. Samveran er svo dýrmæt, ekki síst á þessum síðustu tímum þar sem stór hluti barna dvelur í skólum eða dagvistun bróðurpartinn úr deginum.
Ég á erfiðara með að sætta mig við alla auglýsingamennskuna sem er að telja okkur trú um að jólin komi ekki nema við kaupum þetta eða eigum hitt.
Jólin koma, hvort sem við erum glöð, döpur, heilbrigð eða veik.
Jólin eru ekki eitthvað sem við kaupum, heldur eitthvað sem við sköpum sjálf.
Mínar bernskuminningar um jól eru sjóður sem er mér dýrmætur og ég vona að mínir synir geti sagt hið sama þegar þeir verða komnir á minn aldur.