<$BlogRSDURL$>

nóvember 02, 2003

Við hjónin fórum á Bændahátíð í gærkvöldi - í Valaskjálf. Þetta var mikil veisla, yfir 300 manns - matur og drykkur, skemmtiatriði og dansleikur. Við sátum til borðs með ágætis fólki og margt var skrafað og skeggrætt. Eymundur Vallanesgoði - sem reyndar fékk viðurkenningu ársins - Kjarkur og þor .... var einn af þeim. Meðal þess sem bar á góma var hvernig fólkið sem við sáum í kringum okkur, tengdist bændum. Sumir voru sauðfjárbændur, aðrir kúabændur, garðyrkjubændur, ferðaþjónustubændur, vanbændur eða óbændur. Svo gekk prestur fram hjá okkur og fékk auðvitað starfsheitið Hirðir, læknirinn er á landbúnaðarmáli Græðir og kannski eru kennararnir réttnefndir Barnabændur.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?