<$BlogRSDURL$>

desember 27, 2003

Annar dagur jóla að kvöldi kominn. Góðir, ljúfir dagar liðnir, hefðbundnir að mörgu leyti en alltaf þó eitthvað nýtt. Kirkjuferð og kvöldmatur hjá tengdó á jóladag.

Bækurnar sem ég hef verið að lesa, Bettý eftir Arnald - nokkuð góð en gefur þó vísbendingar óþarflega snemma, Agatha Christie - þokkaleg - svolítð þreytt, en sígild samt og svo er Da Vinci Lykillinn kominn á borðið. Já, ég er töluvert veik fyrir svona sögum, viðurkenni það.

Jólapúslan er skammt á veg komin, enda ekki byrjað á henni fyrr en í dag.
Synirnir á dansleik, en við gamla settið bara heima í rólegheitum. Búin að vera 3/4 af Víðivallabræðrum að spila við frændur sína - fyrst körfubolta í íþróttahúsinu og svo Risk hérna í stofunni.
Vonast eftir að komast á Norðfjörð milli hátíða, en gef engar tímasetningar upp - gert til að koma veðurguðunum á óvart. Þeir eru gjarnir á að setja strik í reikninginn ef við gerum einhverjar áætlanir um ferðir okkar.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?