<$BlogRSDURL$>

desember 03, 2003

Desember er mánuður afmæla í minni fjölskyldu. Í dag er bróðursonur minn og hjartaknúsarinn Hálfdan 27 ára.
Til hamingju, kallinn minn !
Auk þess voru þrjú systkini mín (af 8) fædd í desember og einn 2. janúar. Alltaf pínulítið rólegur í tíðinni, blessaður. Systir mín á afmæli 30. des og bróðurdóttir mín fæddist sama dag, 23 árum seinna. Þær heita þar að auki sama nafni.

Önnur svona gusa hefst á afmæli pabba 30. júlí og lýkur með afmæli elsta bróður míns og eldri sonar míns, 28. ágúst.

Ég hef hins vegar aldrei getað hagað mér eins og aðrir í fjölskyldunni, ekki einu sinni fæðst á hefðbundnum tíma !

This page is powered by Blogger. Isn't yours?