<$BlogRSDURL$>

desember 23, 2003

Það eru að koma jól á morgun ! Ég var búin að tala um að vera með Síberíuþin sem jólatré í ár, en í gær kom bóndinn heim með rúmlega 2 metra furu, rosalega fallega og hún er núna komin inn í stofu hjá mér. Eftir að skreyta og svona, en það verður gert á eftir. Lyktin af furunni er svo sterk að það liggur við að hún sé óþægileg - en verður strax betra á morgun.

Í fyrrakvöld komum við "Mjallhvít" mágkona mín okkur saman um að í stað þess að kaupa jólapúsl handa fjölskyldunum, ætlum við að skipta á púslum. Fengum nefnilega sitt hvora púsluna frá "ættingjunum í útlöndum" (þ.e. systur þeirra, sem býr í Vestmannaeyjum) í fyrra. Hún sleppur þá með að gefa púsl annað hvort ár - eða þannig !

This page is powered by Blogger. Isn't yours?