<$BlogRSDURL$>

desember 29, 2003

Þá erum við komin heim eftir árvissa "milli hátíða"- ferð á Norðfjörð. Alltaf jafn gaman að koma þangað, hitta foreldra, systkini, systkinabörn og vini. Lentum meira að segja á jólaballi á Kirkjumel, en þar hittast Norðfirskir sveitamenn og afkomendur þeirra, stundum í marga ættliði, dansa í kringum jólatré og syngja jólalögin, drekka kaffi og spjalla. Á svæðið mættu tveir galvaskir jólasveinar og töldu einhverjir sem til þeirra heyrðu að annar þeirra væri af nýrri kynslóð jólasveina og héti líklega Rammfalskur. Bróðir hans var öllu spakari og ráðsettari.
Ég hef reyndar rökstuddan grun um að þarna hafi verið á ferðinni grasbítur sá sem sjá má á þessari mynd:



Við drifum okkur heim í gærkvöldi þar sem frumburðurinn átti að mæta til vinnu í morgun.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?