desember 09, 2003
Á fréttasíðunni local.is má sjá að verið er að efna til verðlaunasamkeppni um jólaskreytingar meðal bæjarbúa á Djúpavogi. Þegar ég sá hvaða verðlaunum var heitið kom mér þetta í hug:
Ljós í gluggum lýsa dátt
á langri jólaföstu,
því konur vilja komast hátt
í kappans fínu Mözdu.
Ég sendi Hafþóri þetta og fékk svar eftir örfáa tíma:
Vorið þegar vermir grundir
vetrar- eða á -föstunni,
gott er að eiga unaðsstundir
í aftursæt' á Mözdunni.
Umrædd Mazda er farartæki í eigu BHG - og þykir ekki sérlega kræsilegur farkostur.
Ljós í gluggum lýsa dátt
á langri jólaföstu,
því konur vilja komast hátt
í kappans fínu Mözdu.
Ég sendi Hafþóri þetta og fékk svar eftir örfáa tíma:
Vorið þegar vermir grundir
vetrar- eða á -föstunni,
gott er að eiga unaðsstundir
í aftursæt' á Mözdunni.
Umrædd Mazda er farartæki í eigu BHG - og þykir ekki sérlega kræsilegur farkostur.