<$BlogRSDURL$>

desember 20, 2003

Föstudagur með Litlu-jólum Hallormsstaðaskóla. Þar ríkir sú hefð að foreldrar, afar og ömmur, eldri nemendur og bara allir sem einhverjar taugar hafa til skólans mæta, horfa á jólaleikrit og hlusta á tónlist, drekka kaffi og borða kökur og dansa síðan í kringum jólatréð með tilheyrandi söng og jólasveinasprelli.

Það var fjölmenni - vægast sagt og allir fóru síðan glaðir heim í jólafrí.
Á morgun verður svo farið í skóg að sækja jólatré og síðan bakað laufabrauð hjá tengdó.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?