<$BlogRSDURL$>

desember 06, 2003

Fundinum , sem við erum búin að stefna á og miða allt við í verkefninu okkar og vera átti næsta þriðjudag, var í dag frestað fram yfir áramót. Ástæða - ja, maður spyr sig. Áhugaleysi, slæm tímasetning, veit svo sem ekki, en þetta léttir óneitanlega dálitlu stressi af okkur. Ég var farin að sjá fram á klikkaða viku, því ég er að fara til höfuðborgarinnar á námskeið á miðvikudag og fimmtudag. Ætlunin var að fara síðan að vinna úr fundinum og fara svo í jólafrí þegar því lyki. Núna stefni ég að því að klára það sem ég þarf að gera varðandi verkefnið ekki seinna en á föstudag 12. og taka mér síðan frí fram yfir áramót.
Það gengur vonandi upp.


This page is powered by Blogger. Isn't yours?