desember 02, 2003
Ég er búin að rúlla fyrri umferðina á eldhúsið. Byrjaði strax eftir kvöldmat, þegar bóndinn var farinn á fund og var í rúmlega tvo tíma. Var trufluð smástund - nágrannarnir droppuðu inn, bara svona til að tefja aðeins fyrir mér. Skelltum í okkur einum öllara og svo fóru þau, en ég hélt áfram.
Eftir vinnu á morgun tek ég hornin, skotin og samskeytin, þið vitið, allt þetta sem maður þarf að vanda sig við. Tek tvær yfirferðir á því og rúlla svo seinni yfirferðina á loftið og veggina. Vildi að ég gæti tekið mér frí og klárað þetta á morgun, en það gengur víst ekki. Byrja bara þegar ég kem heim úr vinnunni og sé til hvað ég kemst langt.
Björninn minn er heima núna, er að lesa undir próf, því menn geta ekki bara verið að vinna - hann er líka að taka tvo áfanga utanskóla og nú er komið að skuldadögum (prófum).
Rétt að fara að ruglast í bælið, með blettóttar hendur og aðeins fleiri hvít hár en venjulega.
Eftir vinnu á morgun tek ég hornin, skotin og samskeytin, þið vitið, allt þetta sem maður þarf að vanda sig við. Tek tvær yfirferðir á því og rúlla svo seinni yfirferðina á loftið og veggina. Vildi að ég gæti tekið mér frí og klárað þetta á morgun, en það gengur víst ekki. Byrja bara þegar ég kem heim úr vinnunni og sé til hvað ég kemst langt.
Björninn minn er heima núna, er að lesa undir próf, því menn geta ekki bara verið að vinna - hann er líka að taka tvo áfanga utanskóla og nú er komið að skuldadögum (prófum).
Rétt að fara að ruglast í bælið, með blettóttar hendur og aðeins fleiri hvít hár en venjulega.