desember 08, 2003
Hildigunnur var að senda mér tvö tóndæmi - af því að ég hafði ekkert heyrt af þeirri tónlist sem tilnefnd hefur verið til verðlauna.
Ég hef ekkert "vit" á tónlist, veit bara hvað snertir mig og hvað ekki. Bæði þessi verk eru þess eðlis að svona tónlistaraular eins og ég, geta notið þeirra - og þau hljóma strax vel, maður þarf ekki að venjast þeim neitt.
Ég fór einhvern tíma á tónleika þar sem verið var að flytja nútímatónlist - ég verð að segja alveg eins og er, mér hundleiddist. Eftir tónleikana missti ég þetta út úr mér við ágætan vin minn - hann sneri dulítið upp á sig og sagði: "Maður verður sko að kunna að hlusta á svona músík" !
Ég veit ekki, sum listaverk hrífa mann, önnur ekki og sem betur fer eru ekki allir með sama smekk.
Tónverkið sem Charles Ross samdi og flutti ásamt skógræktarmönnum á Hallormsstað í sumar, þar sem spilað var á keðjusagir og olíutunnur, var svona áskorun fyrir eyrun. Keðjusagir framleiða hávaða, óþægilegan og skerandi. Hljóðið líkist mest hljóðunum í skellinöðru eða snjósleða. En með því að nota mismunandi sagir og taktfastan áslátt á tunnurnar, tókst honum að gera úr hávaðanum hrynjanda - hljómlist, mundu einhverjir kalla þetta.
Alla vega - TAKK, Hildigunnur - þú mátt vera hreykin af þínum verkum.
Ég hef ekkert "vit" á tónlist, veit bara hvað snertir mig og hvað ekki. Bæði þessi verk eru þess eðlis að svona tónlistaraular eins og ég, geta notið þeirra - og þau hljóma strax vel, maður þarf ekki að venjast þeim neitt.
Ég fór einhvern tíma á tónleika þar sem verið var að flytja nútímatónlist - ég verð að segja alveg eins og er, mér hundleiddist. Eftir tónleikana missti ég þetta út úr mér við ágætan vin minn - hann sneri dulítið upp á sig og sagði: "Maður verður sko að kunna að hlusta á svona músík" !
Ég veit ekki, sum listaverk hrífa mann, önnur ekki og sem betur fer eru ekki allir með sama smekk.
Tónverkið sem Charles Ross samdi og flutti ásamt skógræktarmönnum á Hallormsstað í sumar, þar sem spilað var á keðjusagir og olíutunnur, var svona áskorun fyrir eyrun. Keðjusagir framleiða hávaða, óþægilegan og skerandi. Hljóðið líkist mest hljóðunum í skellinöðru eða snjósleða. En með því að nota mismunandi sagir og taktfastan áslátt á tunnurnar, tókst honum að gera úr hávaðanum hrynjanda - hljómlist, mundu einhverjir kalla þetta.
Alla vega - TAKK, Hildigunnur - þú mátt vera hreykin af þínum verkum.