desember 21, 2003
Já, laufabrauðið klárt, búið að senda pakka í allar áttir, bara eftir þeir sem eru í næsta nágrenni. Bóndinn fór með hóp í jólatrjáaleiðangur í gærmorgun - en er enn ekki búinn að finna tré handa okkur. Skiptir kannski ekki öllu, það væri þess vegna hægt að finna sér tré hérna úti í lóðinni ef því væri að skipta.
Skrapp upp í Víðivelli að heilsa upp á "Mjallhvíti", mágkonu mína. Hún er búin að fá alla strákana sína heim, þeir eru reyndar 4 en ekki 7 og engir dvergar. Hún stóð við bakstur og veitir sjálfsagt ekki af í alla þessa karlmenn.
Það kom til tals að í dag eru nákvæmlega fimm ár síðan þau fluttu inn í nýja húsið.
Aðfaranótt 16. mars 1998 brann íbúðarhúsið á Víðivöllum til kaldra kola, þau hjón og yngsti sonurinn voru heima og máttu þakka fyrir að sleppa lifandi. Aldrei kom annað til greina en að byggja upp aftur og á réttum 9 mánuðum var byggt nýtt hús frá grunni og flutt inn fyrir jólin 1998.
Við komum til þeirra á Þorláksmessukvöld - og þó að vantaði einn og einn hurðarhún, gardínur og hitt og þetta, skipti það engu máli. Þau voru öll svo glöð að vera komin HEIM aftur.
Svona er sumt fólk - það bognar kannski við áföllin, en réttir sig svo við og verður sterkara eftir en áður.
Skrapp upp í Víðivelli að heilsa upp á "Mjallhvíti", mágkonu mína. Hún er búin að fá alla strákana sína heim, þeir eru reyndar 4 en ekki 7 og engir dvergar. Hún stóð við bakstur og veitir sjálfsagt ekki af í alla þessa karlmenn.
Það kom til tals að í dag eru nákvæmlega fimm ár síðan þau fluttu inn í nýja húsið.
Aðfaranótt 16. mars 1998 brann íbúðarhúsið á Víðivöllum til kaldra kola, þau hjón og yngsti sonurinn voru heima og máttu þakka fyrir að sleppa lifandi. Aldrei kom annað til greina en að byggja upp aftur og á réttum 9 mánuðum var byggt nýtt hús frá grunni og flutt inn fyrir jólin 1998.
Við komum til þeirra á Þorláksmessukvöld - og þó að vantaði einn og einn hurðarhún, gardínur og hitt og þetta, skipti það engu máli. Þau voru öll svo glöð að vera komin HEIM aftur.
Svona er sumt fólk - það bognar kannski við áföllin, en réttir sig svo við og verður sterkara eftir en áður.