desember 12, 2003
Jæja, þá er ég nú komin heim aftur eftir tveggja daga dvöl í höfuðstað Íslands. Ég var á námskeiði, sem ég ætla EKKERT að tala um. Ég gerði fátt annað í bænum, skrapp aðeins í Kringluna og hafði síðan smátíma í gærmorgun sem ég ætlaði að nota til að versla. Þá komst ég bara að því að verslanir í Reykjavík opna ekki fyrr en kl. 10, nú eða kl. 11 !! Hundfúlt !! Komst þess vegna aðeins yfir brot af því sem ég hefði viljað gera.
Ég átti pantað flug austur kl. 6 í gær, mætti, tékkaði inn, það var kallað út í vélina og farið í loftið - og allt gekk þetta fljótt og vel fyrir sig. Vélin var hins vegar varla búin að ná flughæð þegar við urðum vör einhverjar undarlegar beygjur og vélin fór að lækka flugið. Fólk var farið að líta hvert á annað og spá í hvað væri að gerast. Jú, vegna vélarbilunar var verið að snúa við og lenda í Reykjavík aftur. Við stoppuðum þó ekki lengi þar, því önnur vél var til staðar til að fljúga með hópinn austur. Klukkutíma töf, en frekar óþægileg tilfinning að vita af bilun í flugvél sem maður er farþegi í.
Ég átti pantað flug austur kl. 6 í gær, mætti, tékkaði inn, það var kallað út í vélina og farið í loftið - og allt gekk þetta fljótt og vel fyrir sig. Vélin var hins vegar varla búin að ná flughæð þegar við urðum vör einhverjar undarlegar beygjur og vélin fór að lækka flugið. Fólk var farið að líta hvert á annað og spá í hvað væri að gerast. Jú, vegna vélarbilunar var verið að snúa við og lenda í Reykjavík aftur. Við stoppuðum þó ekki lengi þar, því önnur vél var til staðar til að fljúga með hópinn austur. Klukkutíma töf, en frekar óþægileg tilfinning að vita af bilun í flugvél sem maður er farþegi í.