<$BlogRSDURL$>

desember 01, 2003

Á laugardaginn - eftir að ég var búin að fara í göngutúr í skóginum með myndavélina mína - fylltist ég þvílíkri orku að ég varð bara að finna mér eitthvað að gera. Byrjaði að þrífa veggina í eldhúsinu, en komst þá að því að ef ég nuddaði nógu lengi til að bletturinn hyrfi, breyttist liturinn. Málningin fór sem sagt líka.
Ég fór að skoða hvað til væri af málningarvörum á heimilinu. Fann lakk til að nota á gluggana, spasl og sandpappír í geymslunni og hætti ekki fyrr en við (já, bóndinn sjanghæaður í þetta líka) vorum búin með eina umferð á gluggana og búið að spasla veggi og loft.
Þess vegna er ég núna búin að kaupa mér málningu og græjur til að mála eldhúsið. Lofa ykkur því að það tekur sko ekki langan tíma - það er svo gaman að mála - þegar maður er byrjaður.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?