<$BlogRSDURL$>

desember 09, 2003

Litla systir á afmæli í dag. Hún er alveg barnung, heilum tíu árum yngri en ég. Ætli megi ekki segja að hún hafi verið leikfang okkar eldri systkinanna og kannski aldrei beðið þess bætur.

Þegar hún var að læra að ganga, sem var tiltölulega snemma, var það fyrst og fremst hugrekkið sem sveik. Við létum hana labba fram og til baka með því að láta hana halda í annað handfangið á könnunni sinni en einhver eldri í hitt. Svo var farið skrefinu lengra og hún gat þá labbað bara ef hún hafði könnuna í hendinni.

Ekki kannski alveg satt, en sagan er góð engu að síður.

Til hamingju með afmælið, kemst sennilega ekki í kaffi í kvöld !

This page is powered by Blogger. Isn't yours?