<$BlogRSDURL$>

desember 13, 2003

Nokkrum mínútum eftir síðustu bloggfærslu hringdi Björninn minn í mig og sagðist vera á leiðinni heim, en hann hafði ekki reiknað með að koma heim fyrr en á morgun. Ástæðan, jú hann hafði velt bílnum sem hann var á í vinnunni, gjöreyðilagt hann en sloppið sjálfur með kúlu á hausnum og marbletti hér og þar. Mér brá alveg hroðalega, eins og gefur að skilja, var að hugsa um að hætta við að fara í matinn upp á Klaustri og ég veit ekki hvað. Tók svo sönsum, lét frumburðinn um að koma litla bróður sínum heim og fór með skógarmönnum í jólahlaðborð. Sé ekki eftir því - maturinn var svooo góður --- ekki bara af því ég var svöng.
Annað kvöld er svo næsta jólahlaðborð - koma tímar, koma ráð og vonandi einhver matarlyst líka !

This page is powered by Blogger. Isn't yours?