<$BlogRSDURL$>

desember 14, 2003

Sunnudagur, sá þriðji í aðventu. Ætli sé ekki best að fara að "gera eitthvað". Það er alltaf verið að spyrja: " Ertu ekki byrjuð .... " ??

Á hverju ? Jú - jólaundirbúningnum -auðvitað.

Það vill vefjast aðeins fyrir mér hvað telst til slíks.

Er það jólaundirbúningur að mála eldhúsið ?
Er það jólaundirbúningur að sauma gardínur fyrir gluggana í forstofunni ?
Er það jólaundirbúningur að fara út að borða með vinnufélögunum, sitja og spjalla í góðu yfirlæti eina kvöldstund ?

Hef ekki áhyggjur af því - það virðist einhvern veginn allt skipta svo litlu máli gagnvart þeirri staðreynd að Björninn minn er heill heilsu þrátt fyrir veltuna. Svolítið eftir sig og marinn á sálinni, en annars í góðu lagi.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?