<$BlogRSDURL$>

desember 16, 2003

Um jólatré ...... 

Ég er umkringd "jólatrjám" allan ársins hring. Bý í miðjum Hallormsstaðaskógi. Ég hef selt og höggvið jólatré, ráðlagt fólki um meðferð þeirra og hvaða tegundir séu til og hver sé munurinn á þeim.
Undarlegt hvað það er mikilvægt að taka einn af þessum nábúum sínum, flytja inn í stofu og skreyta með ljósum og glingri.
Hjá okkur tíðkaðist að fara út í skóg með sög og finna sér tré. Bóndinn var samt gjarnan búinn að taka út hugsanlega kandídata og réði því för.
Eitt árið komu hann og strákarnir með tré heim að dyrum, fallega furu, og báðu um úrskurð minn, er það nógu fallegt ? Ég sá ekki betur og samþykkti.
Á Þorláksmessu var tréð sett í fótinn, en reyndist þá svo bogið að toppurinn vísaði nánast beint "í norður" í stað "beint upp" !
Feðgar, Björninn og bóndinn, gölluðu sig upp og fóru til skógar að leita að nýju tré þó að það væri svartamyrkur og hálfgerður bylur. En þeir komu heim eftir dágóða stund með aðra furu, beina !!
Ég held samt að Birninum líði þessi ferð seint úr minni því hann upplifði þetta sem mikla hættuför, kafandi snjó upp í klof (sem þá var reyndar mun styttra en í dag), leitandi að jólatré með vasaljósi.

Þetta gerist þegar gæðaeftirlitið klikkar !

This page is powered by Blogger. Isn't yours?