<$BlogRSDURL$>

desember 19, 2003

Það verða engar 17 sortir hjá mér þessi jól frekar en endranær.
Ég er sem sagt búin að eyða tveim síðustu dögum í bakstur með dyggri aðstoð Bjarnarins, svona þegar honum hefur hentað.

Ég lendi alltaf í að gera einhver mistök þegar ég er að baka - sennilega af því ég baka svo sjaldan.
Núna lenti óvart strásykur í stað flórsykurs í súkkulaðispesíurnar - ég lét bara vaða og bætti smá hveiti við og bakaði þær svo eins og venjulega. Fínar kökur, bara svolítið öðruvísi.

Ég baka yfirleitt smákökur sem heita skeifur - ekki veit ég hvers vegna, því þær eru ekki skeifulaga, ekkert sem útskýrir þessa nafngift. Þetta er uppskrift sem tengdamóðir mín lét mig hafa fyrir margt löngu. Lengi vel var uppskriftin leyndarmál - en ég held að eitthvað hafi lekið út á seinni árum.
Þetta eru svona kryddaðar kökur sem lagðar eru saman tvær og tvær með gráfíkju- og sveskjusultu á milli.´
Vesen að baka þær, en svo góðar að erfiðið er þess virði.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?