<$BlogRSDURL$>

apríl 04, 2003

Nú er komið BABB Í BÁTINN . Haldiði að eini stóri framboðsfundur allra flokka sé ekki boðaðaur á SAMA tíma og lokakeppnin okkar - FREKJA

Ef ykkur langar að taka greindarprófið þá er slóðin www.emode.com/tests/uiq



Þegar ég kom heim í gær fór ég í langan og góðan göngutúr með vinkonu minni. Ég skil eiginlega af hverju ég fer ekki út að labba á hverjum degi !! Það er svo hressandi og umhverfið hérna í skóginum er þannig að maður er alltaf að sjá eitthvað nýtt þó sama leiðin sé gengin aftur og aftur. Félagsskapurinn skiptir líka MIKLU máli.

Þá er kominn föstudagur. Ég ákvað að vera heima og reyna að semja spurningar fyrir lokakeppnina sem verður næsta miðvikudag.

Má til með að grobba mig svolítið. Í gær fór ég inn á vef þar sem hægt er að taka greindarpróf - IQ test - . Og þar sem ég hef gaman af svona prófum, lét ég mig hafa það og var bara nokkuð hress með mig - 131 stig - 70 % mannkyns er milli 70 og 130, þannig að ég var MJÖG SÁTT við útkomuna.


apríl 03, 2003

Ég lifði þetta kvöld af, þrátt fyrir ýmsar uppákomur sem ég ætla ekki að útlista nánar. Hvað um það, mér sýnast menntastofnanir svæðisins vera að gera það gott. Í úrslit komust kennarar Menntaskólans, nemendur Menntaskólans og Fellaskóli. Eina liðið sem ekki tengist menntastofnun er Flugmálastjórn.

Hvað segir þetta okkur ?

Eru kennarar uppfullir af einskis nýtum staðreyndum eða bara fróðari almennt en annað fólk ?

Ég bara spyr ??

apríl 02, 2003

Í kvöld verður næst síðasta kvöldið í þessari spurningakeppni, sem ég hef verið að vinna við undanfarið.
Ég veit eitt fyrir víst:

Þetta geri ég aldrei, aldrei aftur !!


Þetta hefur samt verið mjög skemmtilegt að mörgu leyti, fróðlegt, margt skemmtilegt fólk sem maður hittir og ýmislegt fleira í þeim dúr. En núna, þegar eftir er að semja spurningar fyrir lokakvöldið, dauðkvíði ég fyrir. Mér finnst ég vera orðin algerlega þurrausin - búin að spyrja að öllu sem mér dettur í hug, búin að fletta upp í öllum bókum sem ég á til í eigu minni og reyndar bókum margra annarra líka.

Jæja, kannski ég reyni að fara að skrifa hugleiðingar um allt og ekki neitt á netinu, í staðinn fyrir að skrifa þær alls ekki niður. Ég hef löngum gert það að hripa niður á einhverja snepla og í bókakompur það sem ég er að hugsa. Þetta týnist venjulega allt saman og er engum til gagns. En, nú hefst tilraunin !!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?