<$BlogRSDURL$>

maí 02, 2003

Nú er kominn vetur !! Síðdegis á miðvikudag byrjaði að snjóa og hér ar alhvít jörð, hálka á vegum og allt í frekar vetrarlegu ástandi. Ég heyrði Þröst Eysteinsson hjá Skógrækt ríkisins segja í morgun að þetta sé sambærilegt við þessi hret sem oft hafa komið í lok maí eða byrjun júní, og þegar ég hugsa til baka til síðustu ára er þetta alveg rétt, í fyrra á kjördag var alhvít jörð ! Við erum kannski 3 vikum á undan í ár og sumarið verði komið á fullt um miðjan maí í stað miðs júní, það væri betur !

1. maí var í gær og þar sem ég var heima við og með útvarpið opið heyrði ég margt skemmtilegt rifjað upp frá fyrri tíð. Óborganlegar setningar eins og "Gamall maður sagði mér að vaðstígvélin hefðu verið mesta kjarabótin " og " Það verður að hækka lægstu laun til þess að það sé hægt að hækka atvinnuleysisbæturnar." Hvað er þarna verið að segja !! Er tilgangurinn sá að hækka atvinnuleysisbæturnar ?


apríl 30, 2003

Það er kominn miðvikudagur og í mínu lífi hefur lítið gerst annað en að ég lá í bælinu í gær, með einhverja magakveisu. Er ekki alveg laus við hana enn en drattaðist samt í vinnu. Sýnist á líðaninni að ég efði bara átt að vera heima í dag líka. Þannig er það nú. Er að leita mér að gistingu í Kaupmannahöfn, ekki alveg tilbúin að borga 1000 kr. danskar fyrir nóttina en enda samt trúlega í einhverju slíku.
Fann reyndar á "alt om Köben" - vefnum leitarvél sem ég skráði mig inn á og ég er að fá töluverð viðbrögð við því. Sjáum hvað setur ....

apríl 27, 2003

Nú er bara kominn vetur !! Norðan bál og snjóhraglandi, vægast sagt leiðindaveður. Og auðvitað þurfti björninn minn að skreppa á ball á Seyðisfjörð í kvöld ! Ég er svoddan ungamamma (er mér sagt) að ég er ekki í rónni þegar þessir pjakkar sem þykjast vera fullfærir um að bjarga sér eru að þvælast um í svona veðri og færð yfir fjallvegi. Það eina sem hægt er að gera er að vona að þeir hafi vit á að vera ekki að þvælast af stað yfir heiðina eftir ball, heldur reyni að koma sér í húsaskjól í neðra og bíða morguns. Nætursvefninn verður heldur stopull hjá mér í nótt af þessum sökum.

Dagurinn í dag varð töluvert öðruvísi en við mátti búast. Bóndinn var búinn að segja mér að vinur hans hefði beðið sig að fella örfá aspartré í garðinum hans á Egilsstöðum. Skyggðu aspirnar orðið á sólpallinn og greinarnar lömdust í hús nágrannans. Nú var sem sagt ákveðið að skógarhöggsmaðurinn = bóndinn færi snögga ferð í þetta verkefni og kæmi einnig við á öðrum stað í bænum og felldi 2-3 stór grenitré, skemmd eftir áhlaup fyrri ára. Ég ætlaði ekkert að blanda mér í þetta en var beðin að koma og taka nokkrar myndir svona sem heimildir. Ég fór á staðinn klukkutíma á eftir skógarhöggsmanninum og brá aðeins í brún þegar ég kom á staðinn. Þetta var ekki bara eitt eða tvö tré, heldur alls 9 stykki af 12-14 m háum öspum, hreinlega VEGGUR. Og dagurinn fór í skógarhögg. Í valinn féllu 9 aspir og tvö grenitré - bolirnir hafa örugglega verið um 500 -1000 kg á þyngd hver um sig og grenitrén örugglega þyngri.

Ég ljósmyndaði allt þetta í bak og fyrir og hér er eitt sýnishorn:Í þessum orðum drattaðist björninn heim, dálítið rykaður en annars heill á húfi og ég get farið að sofa - Góða nótt !

This page is powered by Blogger. Isn't yours?