júní 06, 2003
Sumarfríið mitt ætti að byrja núna eftir rúman klukkutíma. Mér sýnist hins vegar allt stefna í að ég verði að vinna frameftir, vinna á morgun eða að öðrum kosti mæta í vinnu eftir helgi til að klára það sem ég þarf að klára fyrir frí. Ég hef undanfarna daga verið að prófa nýjan hugbúnað sem verið er að skrifa hérna hjá okkur og tíminn hefur allt of oft farið í að bíða eftir að hinir séu búnir með sinn hluta svo ég geti byrjað á mínu. Þetta er hundleiðinlegt og mig langar mest til að segja bara: Því miður, ég er farin í frí og þið verðið að bjarga þessu einhvern veginn öðruvísi ! En, þá kemur upp einhver ábyrgðartilfinning - þó ég beri í sjálfu sér enga ábyrgð á verkinu eða framvindu þess. Þetta er bilun, held ég.
Ég var að lesa um fóbíur (sem við ættum að kalla fælni, ef við erum hörð á að nota alltaf íslensku) á vef Nönnu. Ég kannast við af eigin raun, þetta að draga það í lengstu lög að taka upp símann og hringja í einhvern. Ég þekki aftur einstaklinga sem þjást af hinu gagnstæða, eru alltaf hringjandi í tíma og ótíma út af engu. Þeirra fyrstu viðbrögð við krísum eru að rífa upp símann og hringja - bara í einhvern. Af tvennu illu vil ég heldur fóbíuna.
Ég var að kaupa mér miða á óperuna Don Giovanni - en hún verður frumsýnd á Eiðum 9. júní, annan í hvítasunnu. Þessar óperusýningar á Eiðum hafa yfir sér ótrúlegan sjarma. Ég hlusta yfirleitt ekki á óperutónlist, en þarna er alveg sérstök stemming.
Mér hefur samt verið sagt af tveimur tónlistarkennurum í einu (óæft) að ég hafi ekkert vit á tónlist. Það voru þau Jón Guðmundsson, flautuleikari, aðstoðarskólastjóri Tónskólans, leikritaskáld, fjöllistamaður og fyrrverandi barnakennari og Suncana Slamnig tónlistarkennari sem svöruðu í kór - þegar ég sagði þeim að slökkva á einhverju gargi - "Þú hefur nú ekkert vit á tónlist !!"
Þarna var ég brotin niður í einu vetfangi - sjálfstraust mitt í tónlistinni drepið niður í einu höggi.
Ég var að lesa um fóbíur (sem við ættum að kalla fælni, ef við erum hörð á að nota alltaf íslensku) á vef Nönnu. Ég kannast við af eigin raun, þetta að draga það í lengstu lög að taka upp símann og hringja í einhvern. Ég þekki aftur einstaklinga sem þjást af hinu gagnstæða, eru alltaf hringjandi í tíma og ótíma út af engu. Þeirra fyrstu viðbrögð við krísum eru að rífa upp símann og hringja - bara í einhvern. Af tvennu illu vil ég heldur fóbíuna.
Ég var að kaupa mér miða á óperuna Don Giovanni - en hún verður frumsýnd á Eiðum 9. júní, annan í hvítasunnu. Þessar óperusýningar á Eiðum hafa yfir sér ótrúlegan sjarma. Ég hlusta yfirleitt ekki á óperutónlist, en þarna er alveg sérstök stemming.
Mér hefur samt verið sagt af tveimur tónlistarkennurum í einu (óæft) að ég hafi ekkert vit á tónlist. Það voru þau Jón Guðmundsson, flautuleikari, aðstoðarskólastjóri Tónskólans, leikritaskáld, fjöllistamaður og fyrrverandi barnakennari og Suncana Slamnig tónlistarkennari sem svöruðu í kór - þegar ég sagði þeim að slökkva á einhverju gargi - "Þú hefur nú ekkert vit á tónlist !!"
Þarna var ég brotin niður í einu vetfangi - sjálfstraust mitt í tónlistinni drepið niður í einu höggi.
júní 05, 2003
Í dag, 4. júní varð litli bróðir minn 41 árs ! Hvað segir það um mig ? Það finnst samt mörgum skrýtið þegar ég kalla hann litla bróður minn, því hann er um 2 metrana eins og fleiri í minni fjölskyldu. Það breytir því þó ekki að hann er yngri en ég þó hann sé bæði stærri og gráhærðari en ég.
Þetta með gráa hárið er annars mjög afstætt. Minn eðlilegi háralitur t.d. til í flösku á hárgreiðslustofu og það hvarflar ekki að mér að láta hann verða ónýtan þar. Ég bara viðurkenni staðreyndir og fer reglulega í endurnýjun háralitar.
En, ég var að tala um litla bróður minn sem er stór maður. Fyrir mér er hann alltaf litli bróðir minn, sá sem alltaf var hægt að láta snúast fyrir sig og var aldrei ánægðari en ef maður gat látið hann halda á einhverju sem var svo stórt eða þungt að hann gat varla valdið því. Mjólkurbrúsinn, 5 lítra, fullur af mjólk, með mjóu handfangi sem skarst inn í hendurnar á manni. Hann var ekki orðinn sex ára þegar hann var farinn að rogast með hann þennan kílómeter utan úr Miðbæ. Þá brosti minn út að eyrum.
Hann hefur ekkert breytst, núna eru það annars konar verkefni sem við er glímt, en því erfiðari því betra. Til hamingju með daginn Einsi minn !
Þetta með gráa hárið er annars mjög afstætt. Minn eðlilegi háralitur t.d. til í flösku á hárgreiðslustofu og það hvarflar ekki að mér að láta hann verða ónýtan þar. Ég bara viðurkenni staðreyndir og fer reglulega í endurnýjun háralitar.
En, ég var að tala um litla bróður minn sem er stór maður. Fyrir mér er hann alltaf litli bróðir minn, sá sem alltaf var hægt að láta snúast fyrir sig og var aldrei ánægðari en ef maður gat látið hann halda á einhverju sem var svo stórt eða þungt að hann gat varla valdið því. Mjólkurbrúsinn, 5 lítra, fullur af mjólk, með mjóu handfangi sem skarst inn í hendurnar á manni. Hann var ekki orðinn sex ára þegar hann var farinn að rogast með hann þennan kílómeter utan úr Miðbæ. Þá brosti minn út að eyrum.
Hann hefur ekkert breytst, núna eru það annars konar verkefni sem við er glímt, en því erfiðari því betra. Til hamingju með daginn Einsi minn !
júní 03, 2003
Næsta föstudag verð ég komin í FRÍ og ætla mér að vera í fríi mikið til fram í lok júlí !!
Skrepp til danaveldis í eina viku, og svo er ég búin að leggja inn pöntun á góðu sumri, góðu austfirsku sumri, með sól og hita um 18-22 stig. Og svo ætla ég að vera heima, rótast í garðinum mínum, helluleggja, smíða mér verkfæraskúr og kannski skjólvegg. Garðhúsgögnin eru líka orðin frekar léleg, kannski ég reyni að búa til eitthvað slíkt líka, bara að ég geti verið úti.
Fjallgöngur, steinasöfnun og ljósmyndun hljóma heldur ekki illa. Hver segir að maður þurfi að vera að ferðast út um allt í sumarfríinu sínu. A.m.k. er það óþarfi fyrir svona forréttindapésa eins og okkur sem búum á Hallormsstað.
Skrepp til danaveldis í eina viku, og svo er ég búin að leggja inn pöntun á góðu sumri, góðu austfirsku sumri, með sól og hita um 18-22 stig. Og svo ætla ég að vera heima, rótast í garðinum mínum, helluleggja, smíða mér verkfæraskúr og kannski skjólvegg. Garðhúsgögnin eru líka orðin frekar léleg, kannski ég reyni að búa til eitthvað slíkt líka, bara að ég geti verið úti.
Fjallgöngur, steinasöfnun og ljósmyndun hljóma heldur ekki illa. Hver segir að maður þurfi að vera að ferðast út um allt í sumarfríinu sínu. A.m.k. er það óþarfi fyrir svona forréttindapésa eins og okkur sem búum á Hallormsstað.
júní 01, 2003
Í dag er sjómannadagur - til skamms tíma var þetta dagur sem maður hlakkaði til allt vorið. Sem barn á Norðfirði var skemmtilegast að fara og horfa á kappróðurinn á laugardegi, fara í siglingu á sunnudagsmorgni og síðan að horfa á koddaslag og reiptog við sundlaugina síðdegis. Þegar kom fram á unglingsárin var skemmtilegast að taka þátt í þessu - keppa í róðri, fara út á rennblautar spírur sem lagðar voru yfir sundlaugina og gera sitt besta til að lemja andstæðinginn niður með svartri gúmmíblöðru. Mig minnir að ég hafi einhvern tím anáð að lemja einhvern niður, en aldrei tókst mér að snúa við og koma mér á þurrt aftur, sem var skilyrðið fyrir frekari þátttöku. Svo var auðvitað sjómannadagsballið alltaf skemmtilegt.
Nú orði nenni ég ekki að fara á Norðfjörð á sjómannadaginn, a.m.k. ekki þegar veðrið er eins og í dag, rigning og þoka niður í miðjar hlíðar.
Óska bara öllum sjómönnum til hamingju með daginn.
Nú orði nenni ég ekki að fara á Norðfjörð á sjómannadaginn, a.m.k. ekki þegar veðrið er eins og í dag, rigning og þoka niður í miðjar hlíðar.
Óska bara öllum sjómönnum til hamingju með daginn.