júní 10, 2003
Já, af því að ég var að tala um óperuna - þetta var frábær sýning - góð tónlist, góður söngur en einhvern veginn fannst mér uppsetningin ekki alveg nógu sannfærandi. Don Giovanni var orðinn læknir á geðsjúkrahúsi - Leporello sjúklingur hans sem þjáðist greinilega af persónuleikabrenglun og ímyndaði sér óperuna í heild sinni, var ýmist Don Giovanni eða Leporello og undir það síðasta var orðið útilokað að henda reiður á atburðarásinni. Mér fannst þetta vera einhvers konar MATRIX- eftirherma. Eða bara: Að vera eða ekki vera.....En ég hef líka litlu meira vit á leiklist en tónlist.
Já, ég veit- ekkert blogg í 4 daga. Er annars nokkur sem les þetta blogg mitt ? Skiptir ekki máli. Það er bara svo þreytandi að blogga hérna að heiman frá mér - tengingin léleg o.s.frv. Svo er ég líka komin í frí, hef margt annað um að hugsa en að blaðra hér eitthvað misgáfulegt.
En, þar sem mér barst áðan mjög skemmtilegur tölvupóstur, ætla ég að segja ykkur smá sögu:
Einu sinni voru þrjár fjölskyldur saman í útilegu afdal nokkrum norðan Vatnajökuls. Bar þá að garði ráðherra samgöngumála, þáverandi. Bar hann og ber enn ættarnafnið Blöndal. Hann heilsaði okkur glaðlega - enda góðglaður - og sagði svo:
Í dag fengum við síðan tölvupóst þar sem tilboðinu var tekið. Sérstaklega var til þess tekið að vegna mikilvægis erindisins hafi aðilar talið ástæðu til skjótra svara. Nú bíð ég spennt eftir næsta ættarmóti.
En, þar sem mér barst áðan mjög skemmtilegur tölvupóstur, ætla ég að segja ykkur smá sögu:
Einu sinni voru þrjár fjölskyldur saman í útilegu afdal nokkrum norðan Vatnajökuls. Bar þá að garði ráðherra samgöngumála, þáverandi. Bar hann og ber enn ættarnafnið Blöndal. Hann heilsaði okkur glaðlega - enda góðglaður - og sagði svo:
Þið eruð hér á ættarmóti !
Uppúr þessu spannst síðan ágætis hugmynd sem endaði með stofnun Afdalsættarinnar. Ráðherraskipuð, viljum við Afdælingar meina. Hlutirnir gerast ekki mjög hratt í þessari ætt, t.d. var ákveðið á síðasta formlega ættarmóti að sökum fámennis væri ættin í hættu. Gripið var til þess ráðs að efna til ættleiðingar, skrifað bréf til sérútvaldra hjóna og þeim boðið að gerast Afdælingar. Þetta var fyrir hartnær tveimur árum.Í dag fengum við síðan tölvupóst þar sem tilboðinu var tekið. Sérstaklega var til þess tekið að vegna mikilvægis erindisins hafi aðilar talið ástæðu til skjótra svara. Nú bíð ég spennt eftir næsta ættarmóti.