ágúst 08, 2003
Í gær keypti ég óvart bíl á leiðinni heim úr vinnunni - ég ætlaði ekkert að kaupa bíl, það gerðist alveg óvænt.
Stundum er bara eins og einhver taki ráðin og vísi veginn. Ég tók beygju til hægri í stað vinstri þegar ég fór af stað heim í gær, þar sem ég sá að einhverjar framkvæmdir voru á götunni þar sem ég er vön að fara.
Á næsta horni er bílasala og þar sá ég standa systur mína og mág, að skoða bíl. Ég renndi inn á planið, rétt til að heilsa upp á þau. Og viti menn, þar fékk ég þessa hugljómun:
Gamli bíllinn þeirra var einmitt bíllinn sem frumburðurinn hefur verið að leita að, gamall, ódýr, nægilega rúmgóður fyrir hann, vel með farinn og líklegur til að endast í 2-3 ár án mikilla fjárútláta. Eftir hálftíma var ég búin að sækja frumburðinn í vinnuna, láta hann prófa og ákveða að kaupa svo bílinn fyrir hans hönd. Við eignuðumst sem sagt bílinn og systir mín og mágur sluppu við að borga tvöföld sölulaun.
Ég hef ekki nokkurt minnsta samviskubit þó ég hafi með þessu haft 50-100 þús. af bílasölunni.
Harðbrjósta ! Já, ég veit það.
Stundum er bara eins og einhver taki ráðin og vísi veginn. Ég tók beygju til hægri í stað vinstri þegar ég fór af stað heim í gær, þar sem ég sá að einhverjar framkvæmdir voru á götunni þar sem ég er vön að fara.
Á næsta horni er bílasala og þar sá ég standa systur mína og mág, að skoða bíl. Ég renndi inn á planið, rétt til að heilsa upp á þau. Og viti menn, þar fékk ég þessa hugljómun:
Gamli bíllinn þeirra var einmitt bíllinn sem frumburðurinn hefur verið að leita að, gamall, ódýr, nægilega rúmgóður fyrir hann, vel með farinn og líklegur til að endast í 2-3 ár án mikilla fjárútláta. Eftir hálftíma var ég búin að sækja frumburðinn í vinnuna, láta hann prófa og ákveða að kaupa svo bílinn fyrir hans hönd. Við eignuðumst sem sagt bílinn og systir mín og mágur sluppu við að borga tvöföld sölulaun.
Ég hef ekki nokkurt minnsta samviskubit þó ég hafi með þessu haft 50-100 þús. af bílasölunni.
Harðbrjósta ! Já, ég veit það.
ágúst 06, 2003
Saltfiskur og geitungar
Ég fékk helling af saltfiski með mér heim frá Mjóafirði um helgina. Ég útvatnaði hann og setti í frost og var jafnframt að hugsa hvort ekki væri rétt að leita uppi einhverjar nýjar matreiðsluaðferðir á þessu hráefni.
Björninn minn sagði þvert nei, saltfisk borðar maður með kartöflum, rófum, hamsatólg og rúgbrauði. Punktur !!
Ég er nú samt að leita mér að uppskriftum - það er verst hvað það er mikill hvítlaukur í flestum þeirra, og ég með ofnæmi fyrir hvítlauk. Fæ bara hjartsláttartruflanir og safna í mig vökva eins og vitleysingur ef ég borða, þó ekki sé nema lítils háttar af hvítlauk. Hundleiðinlegt, en svona er þetta. Ef einhver þarna úti á góða saltfiskuppskrift án hvítlauks, væri gott að frétta af því.
Við fórum svo í annan geitungaleiðangur í gærkvöldi, starfsmaður sem var að slá með orfi í Atlavík í gær, var stunginn og neitar að vinna þar nema þessum kvikindum sé útrýmt. Í þetta skiptið var búið grillað með eldi og síðan fjarlægt. Lyktin af því var viðbjóðsleg. Þetta er samt mikil snilld hvernig þeir vinna sitt verk, það samrýmist bara ekki okkar þörfum.
Björninn minn sagði þvert nei, saltfisk borðar maður með kartöflum, rófum, hamsatólg og rúgbrauði. Punktur !!
Ég er nú samt að leita mér að uppskriftum - það er verst hvað það er mikill hvítlaukur í flestum þeirra, og ég með ofnæmi fyrir hvítlauk. Fæ bara hjartsláttartruflanir og safna í mig vökva eins og vitleysingur ef ég borða, þó ekki sé nema lítils háttar af hvítlauk. Hundleiðinlegt, en svona er þetta. Ef einhver þarna úti á góða saltfiskuppskrift án hvítlauks, væri gott að frétta af því.
Við fórum svo í annan geitungaleiðangur í gærkvöldi, starfsmaður sem var að slá með orfi í Atlavík í gær, var stunginn og neitar að vinna þar nema þessum kvikindum sé útrýmt. Í þetta skiptið var búið grillað með eldi og síðan fjarlægt. Lyktin af því var viðbjóðsleg. Þetta er samt mikil snilld hvernig þeir vinna sitt verk, það samrýmist bara ekki okkar þörfum.
ágúst 05, 2003
Þá er þessari helgi lokið - og synir mínir komnir heilir heim eftir djamm helgarinnar.
Við hjónin ætluðum ekki að gera neitt sérstakt þessa helgi - helst að vera bara heima og hafa það náðugt. En það fór á annan veg. Við lentum á Seyðisfjörð á laugardaginn, keyrðum Mads og Simon, dönsku skógræktarnemana, út að Dvergasteini, þaðan sem þeir lögðu upp í göngu um Loðmundarfjörð til Borgarfjarðar. Lítið markvert annað þann daginn. Feðgarnir, Jón og Gunnar, litu aðeins inn um kvöldið en stoppuðu stutt.
Á sunnudag fórum við niður í Mjófjörð, þar sem Jóhanna mágkona mín hélt upp á 50 ára afmæli sitt með pomp og prakt. Höfðabrekka, æskuheimili hennar, sem þau systkinin nota sem sumarbústað, er eitt af þessum gömlu sjarmerandi húsum, þar sem gólfin halla sitt á hvað, dyrnar eru um 1,80 á hæð og brakar og brestur undan minnstu hreyfingu. Ég, bóndinn og frumburðurinn slógumst í hóp gesta sem flestir komu siglandi á fiskibátnum Sævari, undir styrkri stjórn eigandans, litla bróður míns, Einars.
Þó hann sé 2 metrar á hæð er hann samt litli bróðir minn.
Dagurinn leið svo við mat og drykk, sjóferð og þorskveiðar, spjall og spilamennsku, langt fram á nótt. Norðfirðingarnir sigldu heim á leið er kvöldaði og frumburðinn slóst í för með þeim til að ná Stuðmannaballi neistaflugsins. Við hjónin lögðum okkur blánóttina og ókum síðan heim í morgun. Þá hófst undirbúningur að fjölskyldugrillpartýi tengdafjölskyldunnar. Það hófst síðdegis og var grillað, borðað og spilað krokket í marga klukkutíma. Mjög gaman að þessu öllu en ekki hefði mér veitt af einum degi eða svo, bara til að hvíla mig.
Við hjónin ætluðum ekki að gera neitt sérstakt þessa helgi - helst að vera bara heima og hafa það náðugt. En það fór á annan veg. Við lentum á Seyðisfjörð á laugardaginn, keyrðum Mads og Simon, dönsku skógræktarnemana, út að Dvergasteini, þaðan sem þeir lögðu upp í göngu um Loðmundarfjörð til Borgarfjarðar. Lítið markvert annað þann daginn. Feðgarnir, Jón og Gunnar, litu aðeins inn um kvöldið en stoppuðu stutt.
Á sunnudag fórum við niður í Mjófjörð, þar sem Jóhanna mágkona mín hélt upp á 50 ára afmæli sitt með pomp og prakt. Höfðabrekka, æskuheimili hennar, sem þau systkinin nota sem sumarbústað, er eitt af þessum gömlu sjarmerandi húsum, þar sem gólfin halla sitt á hvað, dyrnar eru um 1,80 á hæð og brakar og brestur undan minnstu hreyfingu. Ég, bóndinn og frumburðurinn slógumst í hóp gesta sem flestir komu siglandi á fiskibátnum Sævari, undir styrkri stjórn eigandans, litla bróður míns, Einars.
Þó hann sé 2 metrar á hæð er hann samt litli bróðir minn.
Dagurinn leið svo við mat og drykk, sjóferð og þorskveiðar, spjall og spilamennsku, langt fram á nótt. Norðfirðingarnir sigldu heim á leið er kvöldaði og frumburðinn slóst í för með þeim til að ná Stuðmannaballi neistaflugsins. Við hjónin lögðum okkur blánóttina og ókum síðan heim í morgun. Þá hófst undirbúningur að fjölskyldugrillpartýi tengdafjölskyldunnar. Það hófst síðdegis og var grillað, borðað og spilað krokket í marga klukkutíma. Mjög gaman að þessu öllu en ekki hefði mér veitt af einum degi eða svo, bara til að hvíla mig.