ágúst 14, 2003
Dagur 3 ...
í vírusaveseni.
Áfram heldur þessi sóðaskapur. Það er alltaf svo að ein og ein vél þolir ekki svona álag og fer yfir um. Ég er búin að glíma við eina slíka í dag - við erum orðnar svo nánar að ég er farin að kalla hana Filippíu - í höfuðið á eigandanum. Vírusinn er farinn veg allrar .... en vélin vill ekki fara í gang. Ég er búin að reyna allar leiðir sem mér hafa fundist líklegar og svo hinar sem ekki eru líklegar. Núna er Árni tekinn við en ég skal veðja (köku með kaffinu á morgun handa öllum í vinnunni) að hann kemur henni heldur ekki í gang án þess að setja stýrikerfið upp aftur.
Ég þarf svo að halda áfram í tölvubrasi eftir að ég kem heim. Mín eigin er óvarin og verður að uppfæra stýrikerfið í henni. Svo veit ég um eina enn sem bíður mín, en það er nú annars eðlis.
Ég ætla að fara að leggja inn á reikning fáeinar (??) krónur á viku, aukapening sem ég eignast, vinn í lottó eða svoleiðis. Þetta verður síðan notað til að geta ekki notað peningaleysi sem afsökun fyrir því að komast ekki í frí, geta ekki farið til útlanda, eiga engn föt til að fara í o.s.frv. Verður maður ekki að láta sig dreyma stöku sinnum. Ég hætti að reykja fyrir rúmum 2 árum og ætti núna 2-300.000 kr. ef ég hefði lagt andvirði tóbaksins fyrir. Ég legg inn 1000 kr. í dag !!
Áfram heldur þessi sóðaskapur. Það er alltaf svo að ein og ein vél þolir ekki svona álag og fer yfir um. Ég er búin að glíma við eina slíka í dag - við erum orðnar svo nánar að ég er farin að kalla hana Filippíu - í höfuðið á eigandanum. Vírusinn er farinn veg allrar .... en vélin vill ekki fara í gang. Ég er búin að reyna allar leiðir sem mér hafa fundist líklegar og svo hinar sem ekki eru líklegar. Núna er Árni tekinn við en ég skal veðja (köku með kaffinu á morgun handa öllum í vinnunni) að hann kemur henni heldur ekki í gang án þess að setja stýrikerfið upp aftur.
Ég þarf svo að halda áfram í tölvubrasi eftir að ég kem heim. Mín eigin er óvarin og verður að uppfæra stýrikerfið í henni. Svo veit ég um eina enn sem bíður mín, en það er nú annars eðlis.
Ég ætla að fara að leggja inn á reikning fáeinar (??) krónur á viku, aukapening sem ég eignast, vinn í lottó eða svoleiðis. Þetta verður síðan notað til að geta ekki notað peningaleysi sem afsökun fyrir því að komast ekki í frí, geta ekki farið til útlanda, eiga engn föt til að fara í o.s.frv. Verður maður ekki að láta sig dreyma stöku sinnum. Ég hætti að reykja fyrir rúmum 2 árum og ætti núna 2-300.000 kr. ef ég hefði lagt andvirði tóbaksins fyrir. Ég legg inn 1000 kr. í dag !!
ágúst 13, 2003
Meiri vírus !!
Vírusar eru viðbjóður !
Saklaust fólk sem telur sig vera varið í bak og fyrir - og er það jafnvel - situr uppi með óvirk tæki sem tekur tíma og jafnvel peninga að gera við. Ég er búin að hreinsa út úr tveim vélum í morgun - amman sem kom með þá fyrri, nýlega, dýra fartölvu var svo reið að hún náði ekki upp í nefið á sér. Dóttir hennar var að eignast barn þennan dag og hún var í stöðugu sambandi á MSN - síðan fer bara vélin að endurræsa sig og láta öllum illum látum. Hún stóð í þeirri meiningu að hún væri með virka vírusvörn - en svona óþverra er ekkert hægt að verjast.
Ég reikna með að ég verði í þessu veseni í dag - það er hringt látlaust út af þessum andskota !
Systir mín, ári yngri en ég, hringdi áðan og ætlar að koma við hjá mér. Hún er ein af þessum kellum sem (eins og ég og fleiri) fóru í nám eftir að börnin voru aðeins farin að stækka. Hún er sem sagt að hefja fjórða ár í hjúkrun í fjarnámi !! Ég veit ekki hvað það er sem fær okkur til að leggja á okkur allt það sem svona námi fylgir. Eins og björninn minn mundi sennilega orða það: Þið eruð bara klikk !!!
Saklaust fólk sem telur sig vera varið í bak og fyrir - og er það jafnvel - situr uppi með óvirk tæki sem tekur tíma og jafnvel peninga að gera við. Ég er búin að hreinsa út úr tveim vélum í morgun - amman sem kom með þá fyrri, nýlega, dýra fartölvu var svo reið að hún náði ekki upp í nefið á sér. Dóttir hennar var að eignast barn þennan dag og hún var í stöðugu sambandi á MSN - síðan fer bara vélin að endurræsa sig og láta öllum illum látum. Hún stóð í þeirri meiningu að hún væri með virka vírusvörn - en svona óþverra er ekkert hægt að verjast.
Ég reikna með að ég verði í þessu veseni í dag - það er hringt látlaust út af þessum andskota !
Systir mín, ári yngri en ég, hringdi áðan og ætlar að koma við hjá mér. Hún er ein af þessum kellum sem (eins og ég og fleiri) fóru í nám eftir að börnin voru aðeins farin að stækka. Hún er sem sagt að hefja fjórða ár í hjúkrun í fjarnámi !! Ég veit ekki hvað það er sem fær okkur til að leggja á okkur allt það sem svona námi fylgir. Eins og björninn minn mundi sennilega orða það: Þið eruð bara klikk !!!
ágúst 12, 2003
Vírusdagur !!
MS Blast ormurinn hefur tekið völdin - í bili - vonandi tekst mönnum smátt og smátt að loka á þennan óþverra.
Síminn hafði enn ekki lokað á þetta í sínum tengingum, síðast þegar ég vissi. Það þýðir væntanlega að allir sem tengjast Internetinu gegnum Símann Internet , eiga á hættu að fá þessa óværu inn á tölvurnar sínar.
Hver er svo sem búinn að sækja og keyra inn öryggisuppfærslu fyrir Windows?
Þeir eru alltaf að senda manni "You must update your Windows" en oftar en ekki eru þetta einhverjar viðbætur sem engin nauðsyn er á. Svo þegar koma svona dæmi, göt í örygginu, þá vilja þeir ekki segja frá því, það lítur svo illa út í augum heimins. EN, er ekki heimurinn að nota þetta verkfæri og kemst að þessu hvort sem er !!
Bill Gates er einu sinni enn búinn að eyðileggja fyrir mér daginn !!
MS Blast ormurinn hefur tekið völdin - í bili - vonandi tekst mönnum smátt og smátt að loka á þennan óþverra.
Síminn hafði enn ekki lokað á þetta í sínum tengingum, síðast þegar ég vissi. Það þýðir væntanlega að allir sem tengjast Internetinu gegnum Símann Internet , eiga á hættu að fá þessa óværu inn á tölvurnar sínar.
Hver er svo sem búinn að sækja og keyra inn öryggisuppfærslu fyrir Windows?
Þeir eru alltaf að senda manni "You must update your Windows" en oftar en ekki eru þetta einhverjar viðbætur sem engin nauðsyn er á. Svo þegar koma svona dæmi, göt í örygginu, þá vilja þeir ekki segja frá því, það lítur svo illa út í augum heimins. EN, er ekki heimurinn að nota þetta verkfæri og kemst að þessu hvort sem er !!
Bill Gates er einu sinni enn búinn að eyðileggja fyrir mér daginn !!
ágúst 11, 2003
Helgin var róleg framan af. Við skruppum inn í Víðivallaskóg á föstudagskvöldið og eyddum þar einu geitungabúi. Frumburðurinn hafði það á orði að við værum búin að koma okkur upp einu skrítnu áhugamáli enn. Honum finnst það sérlega undarlegt að menn eyði frítímanum í að ganga á fjöll, tína grjót eða vinna í garðinum. Körfubolti, fótbolti og sund einstaka sinnum er það sem honum gæti sjálfum þótt skemmtilegt.
Veðurspárnar í sumar eru orðnar ein öfugmæli út í gegn. Á laugardaginn var spáð rigningu - en raunin varð hið besta veður sem við hjónin notuðum til að þrífa og bóna bílana. Nú eigum við glansandi hvíta Ford Fiesta, bara fjögurra ára og svo rauðan, ekki alveg eins glansandi Volvo 1974 módel - sem sagt 29 ára gamall. Bóndinn bónaði Volvo af svo miklum krafti að hann fékk strengi í hægri handlegginn.
Í gær fórum við svo í 6 tíma göngu inni í Fljótsdal. Við hjónin, Magga mágkona mín (sem var kölluð Mjallhvít í MA á árum áður) og mágkona hennar, fórum upp á Víðivallaháls utan við Vallholt, gengum inn allan hálsinn og fórum niður ofan við Víðivelli fremri - við svokallaða Sóleyjarbotna.
Miðað við að þetta átti að verða létt sunnudagsganga eru tærnar á mér ótrúlega sárar og aumar í dag.
Veðurspárnar í sumar eru orðnar ein öfugmæli út í gegn. Á laugardaginn var spáð rigningu - en raunin varð hið besta veður sem við hjónin notuðum til að þrífa og bóna bílana. Nú eigum við glansandi hvíta Ford Fiesta, bara fjögurra ára og svo rauðan, ekki alveg eins glansandi Volvo 1974 módel - sem sagt 29 ára gamall. Bóndinn bónaði Volvo af svo miklum krafti að hann fékk strengi í hægri handlegginn.
Í gær fórum við svo í 6 tíma göngu inni í Fljótsdal. Við hjónin, Magga mágkona mín (sem var kölluð Mjallhvít í MA á árum áður) og mágkona hennar, fórum upp á Víðivallaháls utan við Vallholt, gengum inn allan hálsinn og fórum niður ofan við Víðivelli fremri - við svokallaða Sóleyjarbotna.
Miðað við að þetta átti að verða létt sunnudagsganga eru tærnar á mér ótrúlega sárar og aumar í dag.