ágúst 30, 2003
Var einmitt að lesa hjá Nönnu þetta með krukkurnar !! Þær eru nytjahlutir á Grænlandi, þó þær séu taldar rusl hérna heima. Já, og ég á alltaf töluverðan slatta af þeim !
Bóndinn skilaði sér heim frá Grænlandi, náði ekki flugi austur í gærkvöldi en kom með morgunvélinni. Þreyttur en ánægður með upplifunina.
Hann kom með dálítið af grænlensku hunangi sem þeim hafði verið gefið. Dönsk hjón sem eru með býflugnarækt - tilraun að mér skilst - gáfu honum og vinnufélaga hans dálítið af þessu mjög svo sérstaka hunangi. Vandamálið var bara að verða sér úti um ílát sem stæðust álagið við að flytjast til Íslands. Þeir voru búnir að leita alls staðar í túristaversluninni þar til þeir fundu loks það sem bjargaði málunum: Sveppi í glerkrukkum !! Sveppunum var auðvitað hent, krukkurnar þvegnar og hunangi sett í þær. Og þvílíkt hunang !!!
Hann kom með dálítið af grænlensku hunangi sem þeim hafði verið gefið. Dönsk hjón sem eru með býflugnarækt - tilraun að mér skilst - gáfu honum og vinnufélaga hans dálítið af þessu mjög svo sérstaka hunangi. Vandamálið var bara að verða sér úti um ílát sem stæðust álagið við að flytjast til Íslands. Þeir voru búnir að leita alls staðar í túristaversluninni þar til þeir fundu loks það sem bjargaði málunum: Sveppi í glerkrukkum !! Sveppunum var auðvitað hent, krukkurnar þvegnar og hunangi sett í þær. Og þvílíkt hunang !!!
ágúst 29, 2003
Það er kominn helgi og bóndinn væntanlegur til landsins í kvöld. Veðrið er samt frekar slæmt þarna og heimamenn ekki bjartsýnir á flug. Það má samt ekki dragast mjög lengi því eftir helgi verður flugvellinum lokað, burðarlagið heflað burt og nýtt lagt í staðinn. Þeir sem ekki komast burt áður en það gerist verða að hafa vetursetu.
Bjó til ostaköku handa frumburðinum til að hafa með sér í vinnuna. Þessi sem ég gerði núna er svona "sumarbústaðaútgáfa" - niðurmulið súkkulaðikex í botninn, rjómaostur, rjómi og flórsykur hrært saman í þykka blöndu, ferskir ávextir ofan á, nú eða sulta, bara eftir smekk. Ég nota reyndar oft HAUST-kex saman við súkkulaðikexið og velti mulningnum upp úr smjöri á pönnunni. Ég hræri rjómaostinn og þynni hann út með óþeyttum rjóma og set flórsykur saman við. Magnið af honum miðast svolítið við það sem ofan á fer. Ef ég er með jarðarber og aðra súra ávexti, nota ég meira en ef ég er með sæta ávexti eða sultu ofan á. Best er að geyma þetta yfir nótt í kæli. Þetta er einfalt, fljótlegt og gott (finnst mér í það minnsta).
ágúst 27, 2003
Steini bróðir verður fimmtugur á morgun. Þegar ég gekk með frumburðinn var mér sagt eftir fyrstu skoðun að ég ætti að eiga 28. ágúst Ég stóð auðvitað við það og eignaðist frumburðinn þennan dag. Ég hef alltaf verið góð í reikningi - alveg satt.
Var að fá tölvupóst frá Bjarna Þór vini mínum og fyrrum vinnufélaga. Hann er að fara að halda tónleika Salnum í Kópavogi - 2. september nk. Hann verður líka í Ísland í bítið í fyrramálið - með 2 lög eða svo. Ég verð sennilega að vakna snemma og fara með sjónvarpið með mér í vinnuna - því ég næ ekki Stöð 2 heima hjá mér.
Og hver á þá að syngja fyrir afmælisbarnið mitt - frumburðinn - sem verður 24 ára á morgun ?
Og hver á þá að syngja fyrir afmælisbarnið mitt - frumburðinn - sem verður 24 ára á morgun ?
ágúst 25, 2003
Bóndinn er á Grænlandi að aðstoða innfædda við að planta trjám. Hann hringdi í gærkvöldi, þreyttur eftir langa göngu og erfiði í 18 stiga hita og logni. Spáin fyrir Narsasuaq í dag var svo 23 stiga hiti, sólskin og logn. Skyldu ekki hafa lekið örfáir lýsisdropar í dag !!
Ég skrapp norður á Akureyri í gær og kom aftur í dag. Erindið: að sækja foreldra mína, þar sem þau höfðu lítinn áhuga á annarri rútuferð. Ég fór seinnipart á sunnudag norður. Vegurinn á milli Egilsstaða og Akureyrar hefur breyst mikið til batnaðar á undanförnum árum og er að verða betri ár frá ári.
En vegurinn milli Laxár og Reykjadals !! Oh my god ! Ístak er mesta heimsins drullusokkaverktakafyrirtæki - 13 km af vegi eru búnir að vera ófærir/illfærir í 2 ár TVÖ 'AR !!! Og svo fá þeir myndir og frétt á mbl.is - rosa flottir gæjar að fara að malbika. T'IMI TIL KOMINN - segi ég nú bara. Og auðvitað fór ég út Köldukinn og inn á kísilgúrveginn á leiðinni austur í dag - aðeins lengra en maður eyðileggur þó engin dekk, situr fastur í drullupyttum eða lendir í árekstri við einhverja ÍSTAKSAULA - eins og fólk hefur verið að lenda í á þessum vegarkafla undanfarin 2 ÁR !!
En vegurinn milli Laxár og Reykjadals !! Oh my god ! Ístak er mesta heimsins drullusokkaverktakafyrirtæki - 13 km af vegi eru búnir að vera ófærir/illfærir í 2 ár TVÖ 'AR !!! Og svo fá þeir myndir og frétt á mbl.is - rosa flottir gæjar að fara að malbika. T'IMI TIL KOMINN - segi ég nú bara. Og auðvitað fór ég út Köldukinn og inn á kísilgúrveginn á leiðinni austur í dag - aðeins lengra en maður eyðileggur þó engin dekk, situr fastur í drullupyttum eða lendir í árekstri við einhverja ÍSTAKSAULA - eins og fólk hefur verið að lenda í á þessum vegarkafla undanfarin 2 ÁR !!