október 17, 2003
Guðjón Steinar Þorláksson - tónlistarkennari og spaugari er fertugur í dag. Hann er alinn upp í sömu sveit og ég, reyndar bara steinsnar frá Kirkjumel þar sem ég ólst upp. Þegar hann var ungur drengur og gekk í skólann á Kirkjumel, þar sem faðir minn réði ríkjum, fylgdi honum yfirleitt hundurinn Ingólfur Guðbrandsson. Ingólfur beið alltaf eftir stráksa og fylgdi honum síðan aftur heim að skóla loknum. Kom sér vel þar sem umræddur Guðjón þjáðist af myrkfælni og þurfti að ganga fram hjá kirkjugarði á leiðinni í og úr skóla. Pabbi minn sagði seinna að hann hefði útskrifað hundinn úr skólanum um leið og strákinn.
Hundurinn Ingólfur hafði þann leiða sið að gjamma hátt ef gesti bar að garði á Skorrastað. Mun það hafa gerst einu sinni sem oftar og húsfreyja galað á hundinn: "Haltu kjafti, Ingólfur !" Henn brá aðeins við þegar fyrir dyrum úti stóð maður að nafni Ingólfur .....
Bóndinn er að búa sig til ferðar, en hann er að skreppa í nokkra daga til Noregs og Svíþjóðar í þeim tilgangi að skoða gróðrarstöðvar og fleira af því tagi. Hann kemst þess vegna í afmæli Guðjóns í kvöld, en ég sit heima og læt mér leiðast ---- eða ?
Hundurinn Ingólfur hafði þann leiða sið að gjamma hátt ef gesti bar að garði á Skorrastað. Mun það hafa gerst einu sinni sem oftar og húsfreyja galað á hundinn: "Haltu kjafti, Ingólfur !" Henn brá aðeins við þegar fyrir dyrum úti stóð maður að nafni Ingólfur .....
Bóndinn er að búa sig til ferðar, en hann er að skreppa í nokkra daga til Noregs og Svíþjóðar í þeim tilgangi að skoða gróðrarstöðvar og fleira af því tagi. Hann kemst þess vegna í afmæli Guðjóns í kvöld, en ég sit heima og læt mér leiðast ---- eða ?
október 16, 2003
Ég vil bara benda ykkur á þetta !!
Sama hvort Nanna skilgreinir heimabyggð mína sem sveit, krummaskuð eða ég veit ekki hvað, þá er það allavega ansi oft sem Hallormsstaður er með hæsta hitastig dagsins, sama hvaða árstimi er !!
Góður brandari hérna ;-)
Sama hvort Nanna skilgreinir heimabyggð mína sem sveit, krummaskuð eða ég veit ekki hvað, þá er það allavega ansi oft sem Hallormsstaður er með hæsta hitastig dagsins, sama hvaða árstimi er !!
Góður brandari hérna ;-)
Veðrið er frábært !
Ég kom út í morgun, snemma og þá var hitinn um 10 stig og logn. Gerist ekki betra á þessum tíma árs.
Ég keyri daglega 27 km hvora leið, til og frá vinnu. Mörgum þætti þessum tíma betur varið á annan hátt en mér finnst þesi tími góður a.m.k. þegar veður og færð er eins og núna. Bara það að hafa 20 mínútur - tvisvar á dag - aleinn með sjálfum sér (oftast nær) til að hugsa, er alveg frábært. Það hefur reyndar truflað mig aðeins undanfarið hvað umferðin hefur aukist síðan Kárahnjúkadæmið fór í gang.
Og lögreglan er að sniglast á þessari leið í tíma og ótíma. Tvisvar sinnum hafa þeir smellt á mig bláu ljósunum - létt viðvörun, kíktu á hraðamælinn - og ég sloppið með það. Mér hættir nefnilega til að keyra aðeins of hratt.
Ég kom út í morgun, snemma og þá var hitinn um 10 stig og logn. Gerist ekki betra á þessum tíma árs.
Ég keyri daglega 27 km hvora leið, til og frá vinnu. Mörgum þætti þessum tíma betur varið á annan hátt en mér finnst þesi tími góður a.m.k. þegar veður og færð er eins og núna. Bara það að hafa 20 mínútur - tvisvar á dag - aleinn með sjálfum sér (oftast nær) til að hugsa, er alveg frábært. Það hefur reyndar truflað mig aðeins undanfarið hvað umferðin hefur aukist síðan Kárahnjúkadæmið fór í gang.
Og lögreglan er að sniglast á þessari leið í tíma og ótíma. Tvisvar sinnum hafa þeir smellt á mig bláu ljósunum - létt viðvörun, kíktu á hraðamælinn - og ég sloppið með það. Mér hættir nefnilega til að keyra aðeins of hratt.
október 13, 2003
Fór eftir vinnu í dag heim til föðurhúsanna, á Norðfjörð, sem sagt. Aðaltilgangurinn var að hitta foreldra mína, hjálpa pabba í tölvumálunum og fleira smálegt. Við vorum bara nokkuð ánægð með okkur um það leyti sem ég fór af stað heim aftur. Búin að ná gögnunum hans út úr gamla Makkanum, koma skikki á netfangaskrána og síðast en ekki síst, setja upp bloggsíðu Pabba. Svo er bara að sjá hvernig honum gengur að nota þetta tæki.
Ég lenti í þoku á Oddskarðinu í bakaleiðinni og satt best að segja, veit ég bara um einn vegarslóða sem ég vil síður keyra í þoku en Oddskarð og það eru Hvalnesskriðurnar. Mér datt í hug, þar sem ég lúsaðist milli stika á Skarðinu, atvik sem átti sér stað fyrir nálægt 20 árum. Við, þáverandi hjónaleysin, ásamt frumburðinum, ca. 4 ára patta, vorum einu sinni sem oftar á leið yfir Skarðið í þoku. Okkur hefur örugglega verið tíðrætt um þokuna, því við heyrðum í litla spekingnum okkar í aftursætinu:
" Þoka (smá hlé) þoka (smá hlé) .......(smáhlé) þoka (smá hlé) brotin þoka "
og þá áttuðum við okkur á því að barnið hélt að vegstikurnar hétu "þokur".
Ég lenti í þoku á Oddskarðinu í bakaleiðinni og satt best að segja, veit ég bara um einn vegarslóða sem ég vil síður keyra í þoku en Oddskarð og það eru Hvalnesskriðurnar. Mér datt í hug, þar sem ég lúsaðist milli stika á Skarðinu, atvik sem átti sér stað fyrir nálægt 20 árum. Við, þáverandi hjónaleysin, ásamt frumburðinum, ca. 4 ára patta, vorum einu sinni sem oftar á leið yfir Skarðið í þoku. Okkur hefur örugglega verið tíðrætt um þokuna, því við heyrðum í litla spekingnum okkar í aftursætinu:
" Þoka (smá hlé) þoka (smá hlé) .......(smáhlé) þoka (smá hlé) brotin þoka "
og þá áttuðum við okkur á því að barnið hélt að vegstikurnar hétu "þokur".
október 12, 2003
Helgin er að verða búin. Hún hefur verið frekar óvenjuleg hvað mig snertir. Hér koma nokkur atriði:
- Ég fór í partý á föstudagskvöldið
- Ég fór á ball með hljómsveitinni "Í svörtum fötum"
- Ég átti afmæli í gær
- Ég horfði ekki á Edduverðlaunaafhendinguna
- Ég eldaði engan mat um helgina
- Ég eignaðist hálsmen með grænlenskum steini - nummit
- Ég horfði á landsleik í fótbolta (og getiði hverjum tapið er að kenna ?)
- Ég vann í happdrætti - ekki mikið en samt ....
- Af því ég vann í happdrætti, verð ég að gefa frumburðinum tíma í fótsnyrtingu - áheit, gert einhvern tíma þegar ég sá piltinn berfættan og illa klipptar neglur blöstu við mér, og áheit verður að standa við