desember 06, 2003
Fundinum , sem við erum búin að stefna á og miða allt við í verkefninu okkar og vera átti næsta þriðjudag, var í dag frestað fram yfir áramót. Ástæða - ja, maður spyr sig. Áhugaleysi, slæm tímasetning, veit svo sem ekki, en þetta léttir óneitanlega dálitlu stressi af okkur. Ég var farin að sjá fram á klikkaða viku, því ég er að fara til höfuðborgarinnar á námskeið á miðvikudag og fimmtudag. Ætlunin var að fara síðan að vinna úr fundinum og fara svo í jólafrí þegar því lyki. Núna stefni ég að því að klára það sem ég þarf að gera varðandi verkefnið ekki seinna en á föstudag 12. og taka mér síðan frí fram yfir áramót.
Það gengur vonandi upp.
Það gengur vonandi upp.
desember 05, 2003
Ég er búin að vera dugleg í dag - var komin í vinnuna út í Egilsstaði kl. 9, fór í sund í hádeginu, sem orðið er ómissandi hluti af deginum, vann til rúmlega hálf sex, keyrði heim, fór beint í badminton - síðan heim að mála. Kláraði eldhúsið nema smá snurfus í kringum ljósin í loftinu og á bak við rennihurðina. Reyndar eftir að þrífa af rúðum og hreinsa bletti hér og þar, en það er nú svo sem ekkert til að tala um.
Tilnefningar til bókmenntaverðlauna og tónlistarverðlauna eru á hvers manns vörum. Ég verð bara að játa að ég hef ekki lesið eina einustu þessara bóka né heyrt nokkuð af þeirri tónlist sem tilnefnd er. Skiptir sjálfsagt ekki máli með tónlistina því ég hef svo lítið vit á tónlist - segir Jón Guðmundsson - og það er satt.
Af bókmenntaverkunum er Tvífundnaland Gyrðis Elíassonar það sem mig langar mest að lesa - í rólegheitum, t.d. á sunnudagsmorgni uppi í rúmi, með kaffibolla á náttborðinu.
Klukkan farin að ganga tvö, best að fara að lufsast í rúmið, að sofa, því ég á ekkert Tvífundnaland að lesa.
Tilnefningar til bókmenntaverðlauna og tónlistarverðlauna eru á hvers manns vörum. Ég verð bara að játa að ég hef ekki lesið eina einustu þessara bóka né heyrt nokkuð af þeirri tónlist sem tilnefnd er. Skiptir sjálfsagt ekki máli með tónlistina því ég hef svo lítið vit á tónlist - segir Jón Guðmundsson - og það er satt.
Af bókmenntaverkunum er Tvífundnaland Gyrðis Elíassonar það sem mig langar mest að lesa - í rólegheitum, t.d. á sunnudagsmorgni uppi í rúmi, með kaffibolla á náttborðinu.
Klukkan farin að ganga tvö, best að fara að lufsast í rúmið, að sofa, því ég á ekkert Tvífundnaland að lesa.
desember 03, 2003
Desember er mánuður afmæla í minni fjölskyldu. Í dag er bróðursonur minn og hjartaknúsarinn Hálfdan 27 ára.
Til hamingju, kallinn minn !
Auk þess voru þrjú systkini mín (af 8) fædd í desember og einn 2. janúar. Alltaf pínulítið rólegur í tíðinni, blessaður. Systir mín á afmæli 30. des og bróðurdóttir mín fæddist sama dag, 23 árum seinna. Þær heita þar að auki sama nafni.
Önnur svona gusa hefst á afmæli pabba 30. júlí og lýkur með afmæli elsta bróður míns og eldri sonar míns, 28. ágúst.
Ég hef hins vegar aldrei getað hagað mér eins og aðrir í fjölskyldunni, ekki einu sinni fæðst á hefðbundnum tíma !
Til hamingju, kallinn minn !
Auk þess voru þrjú systkini mín (af 8) fædd í desember og einn 2. janúar. Alltaf pínulítið rólegur í tíðinni, blessaður. Systir mín á afmæli 30. des og bróðurdóttir mín fæddist sama dag, 23 árum seinna. Þær heita þar að auki sama nafni.
Önnur svona gusa hefst á afmæli pabba 30. júlí og lýkur með afmæli elsta bróður míns og eldri sonar míns, 28. ágúst.
Ég hef hins vegar aldrei getað hagað mér eins og aðrir í fjölskyldunni, ekki einu sinni fæðst á hefðbundnum tíma !
Hafið þið prófað að fara á slóðina www.is ? Ýtið síðan á ctrl F5 og farið aftur á síðuna.
Og hér er ný jólakökuuppskrift og smá saga - verði ykkur að góðu !
Og hér er ný jólakökuuppskrift og smá saga - verði ykkur að góðu !
desember 02, 2003
Ég er búin að rúlla fyrri umferðina á eldhúsið. Byrjaði strax eftir kvöldmat, þegar bóndinn var farinn á fund og var í rúmlega tvo tíma. Var trufluð smástund - nágrannarnir droppuðu inn, bara svona til að tefja aðeins fyrir mér. Skelltum í okkur einum öllara og svo fóru þau, en ég hélt áfram.
Eftir vinnu á morgun tek ég hornin, skotin og samskeytin, þið vitið, allt þetta sem maður þarf að vanda sig við. Tek tvær yfirferðir á því og rúlla svo seinni yfirferðina á loftið og veggina. Vildi að ég gæti tekið mér frí og klárað þetta á morgun, en það gengur víst ekki. Byrja bara þegar ég kem heim úr vinnunni og sé til hvað ég kemst langt.
Björninn minn er heima núna, er að lesa undir próf, því menn geta ekki bara verið að vinna - hann er líka að taka tvo áfanga utanskóla og nú er komið að skuldadögum (prófum).
Rétt að fara að ruglast í bælið, með blettóttar hendur og aðeins fleiri hvít hár en venjulega.
Eftir vinnu á morgun tek ég hornin, skotin og samskeytin, þið vitið, allt þetta sem maður þarf að vanda sig við. Tek tvær yfirferðir á því og rúlla svo seinni yfirferðina á loftið og veggina. Vildi að ég gæti tekið mér frí og klárað þetta á morgun, en það gengur víst ekki. Byrja bara þegar ég kem heim úr vinnunni og sé til hvað ég kemst langt.
Björninn minn er heima núna, er að lesa undir próf, því menn geta ekki bara verið að vinna - hann er líka að taka tvo áfanga utanskóla og nú er komið að skuldadögum (prófum).
Rétt að fara að ruglast í bælið, með blettóttar hendur og aðeins fleiri hvít hár en venjulega.
desember 01, 2003
Á laugardaginn - eftir að ég var búin að fara í göngutúr í skóginum með myndavélina mína - fylltist ég þvílíkri orku að ég varð bara að finna mér eitthvað að gera. Byrjaði að þrífa veggina í eldhúsinu, en komst þá að því að ef ég nuddaði nógu lengi til að bletturinn hyrfi, breyttist liturinn. Málningin fór sem sagt líka.
Ég fór að skoða hvað til væri af málningarvörum á heimilinu. Fann lakk til að nota á gluggana, spasl og sandpappír í geymslunni og hætti ekki fyrr en við (já, bóndinn sjanghæaður í þetta líka) vorum búin með eina umferð á gluggana og búið að spasla veggi og loft.
Þess vegna er ég núna búin að kaupa mér málningu og græjur til að mála eldhúsið. Lofa ykkur því að það tekur sko ekki langan tíma - það er svo gaman að mála - þegar maður er byrjaður.
Ég fór að skoða hvað til væri af málningarvörum á heimilinu. Fann lakk til að nota á gluggana, spasl og sandpappír í geymslunni og hætti ekki fyrr en við (já, bóndinn sjanghæaður í þetta líka) vorum búin með eina umferð á gluggana og búið að spasla veggi og loft.
Þess vegna er ég núna búin að kaupa mér málningu og græjur til að mála eldhúsið. Lofa ykkur því að það tekur sko ekki langan tíma - það er svo gaman að mála - þegar maður er byrjaður.