<$BlogRSDURL$>

janúar 12, 2004

Björninn hringdi í mig áðan og sagði: "Hæ, hver er þriðja rótin af einum ?" Ég sagði honum það og spurði af hverju hann vildi vita það. "Af því bara", var svarið - svo annað hvort veit enginn þetta í Vestmannaeyjum eða að hann var að læra stærðfræði !

Dagurinn annars búinn að vera rólegur, hreinsaði með aðstoð bóndans út úr herbergi Bjarnarins - byrjaði að undirbúa málningu, en vantaði sandpappír til að geta klárað að pússa gluggapósta. Kaupi það sem mig vantar á morgun og helli mér svo í þetta.

Það snjóar úti og spáir bara vetrarveðri næstu daga. Tilbreyting að því. Ég er alltaf svo glöð þegar veðrið er í takt við árstíðina. Frost og snjór á vetrum en sól og hlýindi á sumrum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?