janúar 06, 2004
Ekki datt mér í hug að þrettándinn yrði svona dagur. Hann byrjaði á nettu taugaáfalli - heyrði í fréttunum um litlu stúlkuna sem varð fyrir voðaskoti - brá svo skelfilega að ég var næstum búin að keyra út af. Ég vissi nefnilega um leið og ég heyrði fréttina hver þetta var. Hallormsstaður er ekki mjög fjölmennur staður og hér eru búsettar tvær 9 ára stúlkur !!
Fréttamenn, bæði á mbl.is og Ríkisútvarpinu, hefðu átt að bíða með að tilgreina staðsetninguna svona nákvæmlega a.m.k. fram eftir degi. Það er aldrei gott að fá svona fréttir í fjölmiðlum.
Ekki meira um það.
Jólin eru búin í þetta skiptið. Eftir því sem bóndinn tjáir mér eru hann og félagar hans sammála um að saggi hafi hlaupið í fataskápa þeirra um jólin, vinnubuxurnar hafi snarminnkað, einkanlega á þverveginn. Fataskápurinn minn er að vísu aðeins fjær glugganum en skápur bóndans, en í honum var lítill sem enginn saggi - fötin bara nokkuð svipuð og fyrir jól.
Þeir ganga kannski í einhverjum ofurviðkvæmum brókum þessir skógarmenn - hvur veit !!
Fréttamenn, bæði á mbl.is og Ríkisútvarpinu, hefðu átt að bíða með að tilgreina staðsetninguna svona nákvæmlega a.m.k. fram eftir degi. Það er aldrei gott að fá svona fréttir í fjölmiðlum.
Ekki meira um það.
Jólin eru búin í þetta skiptið. Eftir því sem bóndinn tjáir mér eru hann og félagar hans sammála um að saggi hafi hlaupið í fataskápa þeirra um jólin, vinnubuxurnar hafi snarminnkað, einkanlega á þverveginn. Fataskápurinn minn er að vísu aðeins fjær glugganum en skápur bóndans, en í honum var lítill sem enginn saggi - fötin bara nokkuð svipuð og fyrir jól.
Þeir ganga kannski í einhverjum ofurviðkvæmum brókum þessir skógarmenn - hvur veit !!