janúar 14, 2004
Það er snjór úti - töluverður hér á Egilsstöðum, en nánast ekkert á Hallormsstað. Bara svona "þrifalag" eins og ég heyrði haft eftir lögreglunni á Patreksfirði nýlega. Ég sit ennþá við tölvurnar - núna er ég komin með tvær fyrir framan mig og er að vinna inni á einni til viðbótar með "Remote desktop". Ef ég hef ekki verið komin með tölvunördastimpilinn fyrir, er hann örugglega kominn núna.
Ég er komin í gang með hreyfingarátak, fer í sund eða spila badminton eins oft og færi gefst. Er að fara í sund núna, gott til að ná úr sér ónotunum eftir lætin í badmintoninu í gær. Við vorum þrjár þannig að ég spilaði mestmegnis ein á móti Möggu og Kristínu. Þær reyndu allar aðferðir til að klekkja á mér- án árangurs !! Ég vann !
Ég er komin í gang með hreyfingarátak, fer í sund eða spila badminton eins oft og færi gefst. Er að fara í sund núna, gott til að ná úr sér ónotunum eftir lætin í badmintoninu í gær. Við vorum þrjár þannig að ég spilaði mestmegnis ein á móti Möggu og Kristínu. Þær reyndu allar aðferðir til að klekkja á mér- án árangurs !! Ég vann !