janúar 22, 2004
Evrópumótið í handbolta er að byrja á eftir. Ég get varla beðið - ég er svo spennt. Það er samt ansi margt sem ég þarf að gera áður en ég get fleygt mér í sófann og farið að horfa.
Þá er þessum 165 mínútum (eða reyndar 142 núna) ráðstafað.
- Klára þessi skrif, slökkva á tölvunni og koma mér héðan út - 20 mín.
- Fara í Kaupfélagið (sem eins og ég hef áður sagt, heitir Samkaup, en er og verður Kaufffélajið) - kaupa eitthvað fljótlegt í kvöldmatinn, reimar í gönguskíðaskó sem ég var með í láni og var að skila, en reyndust þá reimalausir !!! Hver skyldi vita eitthvað um það, hmmmm. - 20 mín
- Keyra heim, ganga frá innkaupunum, ná í spaða, skó og föt og koma mér upp í íþróttahús - 35 mín.
- Spila badminton með látum við Mjallhvíti, Margréti og Kristínu - (vonandi mæta þær allar) -70 mín
- Fara í sturtu, koma mér heim, ná mér í eitthvað að borða (vona að bóndinn verði búinn að elda þetta fljótlega sem ég ætla að kaupa) og koma mér upp í sófann. 20 mín.
Þá er þessum 165 mínútum (eða reyndar 142 núna) ráðstafað.