<$BlogRSDURL$>

janúar 05, 2004

Ég fór með bílinn minn í smurningu áðan, ekki svo sem frásagnarvert. Smurstöðin er hérna hinum megin við götuna og alveg dæmalaust þægilegt að skilja bara bílinn eftir hjá þeim um hádegið og rölta svo eftir honum þegar vinnu lýkur. Beggja hagur, svo að segja, þeir þurfa ekkert að flýta sér, geta tekið bílinn þegar þeim hentar og ég þarf ekki að panta tíma né bíða eftir bílnum. Núna er ég samt að hugsa um að fá vinnufélaga minn til að skutla mér þessa 20 metra - það er svo hált á leiðinni að ef ég væri ekki með skautahreyfingarnar í blóðinu frá því gamla daga, væri ég örugglega fótbrotin eða eitthvað þaðan af verra. Það var svo hált hérna á milli húsanna.

En, fjandinn hafi það, ég læt ekki á mig spyrjast að ég komist ekki milli húsa fótgangandi, þó hált sé.

Fer af stað NÚNA !

This page is powered by Blogger. Isn't yours?