janúar 16, 2004
Ég var að leita að einhverju á netinu í dag og sá þá þessa andlitslyftingu sem fyrirtækið "Síminn" er að ganga í gegnum.
Hvað halda þeir eiginlega !
Að það að eyða 200 milljónum af almannafé dugi til að flikka upp á gamalt og gjörspillt fyrirtæki sem er í endalausri "samkeppni" við einkafyrirtæki, en situr sjálft á grunn-netinu, sem þjóðin hefur greitt af sköttum sínum, og nota það óspart til að hjálpa sér í samkeppninni !
Að það að eyða 200 milljónum af almannafé til að fegra þetta fyrirtæki þar sem starfsmenn hafa dregið sér fé og fríðindi- sumir komist upp með það og aðrir ekki.
Þeim væri nær að eyða þessum millum í að koma smærri stöðum úti á landi í samband við umheiminn. Við erum orðin þreytt á að heyra:
Nei, því miður, það er ekki hægt að setja upp ADSL á Stöðvarfirði nema það séu tryggðir 30 notendur í eitt ár - fyrirfram!!
Nei, því miður, þú getur ekki fengið ISDN - það eru allar símalínur í þinni sveit í notkun !!
Nei, því miður getum við ekki leigt ykkur fasta línu, þið væruð vísir til að setja á hana Internet-þjónustu og fara í samkeppni við okkur !!
Nei, því miður, við erum bara venjulegt hlutafélag, í eigu ríkisins- so what , með einkarétt á grunn-netinu - so what ?
Ég er svo reið......
Hvað halda þeir eiginlega !
Þeim væri nær að eyða þessum millum í að koma smærri stöðum úti á landi í samband við umheiminn. Við erum orðin þreytt á að heyra:
Nei, því miður, það er ekki hægt að setja upp ADSL á Stöðvarfirði nema það séu tryggðir 30 notendur í eitt ár - fyrirfram!!
Nei, því miður, þú getur ekki fengið ISDN - það eru allar símalínur í þinni sveit í notkun !!
Nei, því miður getum við ekki leigt ykkur fasta línu, þið væruð vísir til að setja á hana Internet-þjónustu og fara í samkeppni við okkur !!
Nei, því miður, við erum bara venjulegt hlutafélag, í eigu ríkisins- so what , með einkarétt á grunn-netinu - so what ?
Ég er svo reið......