janúar 02, 2004
Gleðilegt ár !
Danni bróðir á afmæli í dag ! Til hamingju með það, Danni !
Danni er rólegi og yfirvegaði bróðirinn - þessi sem aldrei heyrðist mikið í en kom sínu fram engu að síður. Hann var ansi skemmtilegur krakki, leysti málin sjálfur ef hann mögulega gat. Þegar honum gekk illa að ferðast um á skíðunum sínum, fór hann bara af þeim, færði þau til með höndunum og hélt svo áfram. Þrjóskur ? Já, ef á þurfti að halda.
Björninn minn er fluttur að heiman - til útlanda - segir hann sjálfur, en Vestmannaeyjar eru nú innan lögsögu Íslands ennþá. Svona er það þegar ungir menn verða ástfangnir - þá skipta vegalengdir ekki máli. Ég á eftir að sakna hans en ef honum líður vel, er allt í lagi.
Danni bróðir á afmæli í dag ! Til hamingju með það, Danni !
Danni er rólegi og yfirvegaði bróðirinn - þessi sem aldrei heyrðist mikið í en kom sínu fram engu að síður. Hann var ansi skemmtilegur krakki, leysti málin sjálfur ef hann mögulega gat. Þegar honum gekk illa að ferðast um á skíðunum sínum, fór hann bara af þeim, færði þau til með höndunum og hélt svo áfram. Þrjóskur ? Já, ef á þurfti að halda.
Björninn minn er fluttur að heiman - til útlanda - segir hann sjálfur, en Vestmannaeyjar eru nú innan lögsögu Íslands ennþá. Svona er það þegar ungir menn verða ástfangnir - þá skipta vegalengdir ekki máli. Ég á eftir að sakna hans en ef honum líður vel, er allt í lagi.