janúar 09, 2004
Hálkan er söm við sig. Ég var vakin með símhringingu snemma í morgun, það var verið að leita að bóndanum vegna þess að strákbjáni á sumardekkjunum hafði laumast eftir göngustígnum ofan úr skóla og lent í skurði hérna rétt hjá. Sem betur fer var bóndi minn lagður af stað til Akureyrar og slapp við brasið.
Ég þurfti á þolinmæði að halda á leið í vinnuna því hálfa leiðina keyrði ég á eftir ungri stúlku á jeppa, sem keyrði lúshægt á miðjum veginum og mér finnst ennþá svo gaman að lifa að ég tek ekki neina sénsa á framúrakstri í svona hálku.
Var annars að vinna á Norðfirði og skrapp í kjötsúpu til Einsa bróður í hádeginu, alveg eðalsúpa. Hreinsaði aðeins til í tölvunni hans í leiðinni og var þar með búin að vinna mér inn svolítið af fiski til að hafa með mér heim.
Á morgun verður sko eldaður góður fiskur !!
Ég þurfti á þolinmæði að halda á leið í vinnuna því hálfa leiðina keyrði ég á eftir ungri stúlku á jeppa, sem keyrði lúshægt á miðjum veginum og mér finnst ennþá svo gaman að lifa að ég tek ekki neina sénsa á framúrakstri í svona hálku.
Var annars að vinna á Norðfirði og skrapp í kjötsúpu til Einsa bróður í hádeginu, alveg eðalsúpa. Hreinsaði aðeins til í tölvunni hans í leiðinni og var þar með búin að vinna mér inn svolítið af fiski til að hafa með mér heim.
Á morgun verður sko eldaður góður fiskur !!