janúar 10, 2004
Hér er nýafstaðið "Nördapartý" - frumburðurinn er með liðið sitt í þjálfunarbúðum og það var komið hingað í pásu og til að horfa á eldri Gettu Betur þætti á Vídeói. Hann tók sjálfur þátt í svona keppni 1998 og komst alla leið í undanúrslit. Á þessa þætti var verið að horfa og skemmtu menn sér konunglega yfir ýmsu sem þarna sást og heyrðist. Verst að Björninn minn var ekki heima !