janúar 14, 2004
Jahhá ! Þá er nú búi að afhenda tónlistarverðlaunin. Ég veit svo sem ekki hvað mér finnst um niðurstöðurnar, ánægð með að Eivör Pálsdóttir fékk verðlaun og veit að frumburðurinn er sammála mér. Hissa á sumu, t.d. að Stefán Hilmarsson skyldi vera valinn popsöngvari ársins, ekki það að hann sé eitthvað verri en aðrir, það heyrist bara ekki svo mikið frá honum.
Hjúin sem kynntu klikkuðu ekki á aulahúmornum - allt í lagi með það svo sem - en hefði ekki verið hægt að fá einhvern annan en Gísla Martein - BARA EINHVERN ANNAN - hann er svooo skelfilega leiðinlegur greyið.
Ég fékk pakka í dag - Í honum var ekkert nema ein lítil bók: "Mömmur".
Björninn minn er alveg sérstakur !
Hjúin sem kynntu klikkuðu ekki á aulahúmornum - allt í lagi með það svo sem - en hefði ekki verið hægt að fá einhvern annan en Gísla Martein - BARA EINHVERN ANNAN - hann er svooo skelfilega leiðinlegur greyið.
Ég fékk pakka í dag - Í honum var ekkert nema ein lítil bók: "Mömmur".
Björninn minn er alveg sérstakur !