<$BlogRSDURL$>

janúar 07, 2004

Miðvikudagur og lífið gengur sinn gang.... segir einhvers staðar. Fór í vinnuna eins og venjulega, en heldur lítið varð úr vinnu, þar sem hún Eygló sem svarar í símann og afgreiðir fólkið sem kemur með biluðu tölvurnar sínar eða hvað það nú er, var veik ! Og það var endalaust símablaður og vesen í allan dag. Kláraði samt greinargerðina sem ég var að vinna að og sendi til yfirlestrar.
Á leiðinni heim var flughált, hvasst og mikið af illa búnum, stórum bílum á ferðinni eða stopp í vegkantinum að setja á keðjur. Var þess vegna töluvert lengur en venjulega á leiðinni heim.
Þegar heim kom var ég ekki nema rétt komin inn úr dyrunum þegar bróðir minn hringdi í mig og meðan ég var að tala við hann kom mágkona mín í heimsókn, þorði ekki að keyra heim í heiðardalinn fyrr en þungaumferðin væri farin að minnka. Meðan hún stoppaði komu tveir ungir vinir mínir og bönkuðu upp á. Erindið var að reyna að selja mér "klósettpappír til styrktar einhverju" sem þýðir auðvitað "aura fyrir nammi". Ég lét ekki plata mig.
Loks komu vinir mínir, þau Jón og Kristín, í heimsókn. Jón tók syrpu á Gestabókinni eins og hann er vanur, en kona hans neitaði alfarið að skrifa nafn sitt undir listaverkið.



Meðan öllu þessu fór fram sat bóndinn (og situr enn) á bæjarstjórnarfundi og frumburðurinn er að þjálfa GettuBetur-liðið í ME. Björninn er í Eyjum, vona bara að hann hafi ekki fokið í þessum 40 m/s sem þar voru í dag.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?