<$BlogRSDURL$>

janúar 19, 2004

Mánudagur til mæðu ?
Byrja daginn á að moka bílinn minn upp, hefur verið óhreyfður síðan á föstudag og safnað snjó. Segir mér að ég hef ekkert farið um helgina - og það er alveg satt ! Báða dagana var ég að mála herbergi bjarnarins, sem verður reyndar hertekið af frumburðinum um leið og framkvæmdum lýkur. Eðlilega, það er stærra og betra. Þetta var svo mikil spasl og pensilvinna - tveir ofnar, tveir gluggar.Tíminn fór í að bíða í klukkutíma eftir að þessi eða hinn bletturinn þorni o.s.frv. Nú er samt málningarvinnunni lokið, næst er að setja upp gardínurnar, bóna gólfið og þá er mínum þætti lokið í bili. Ég veit reyndar að herbergi okkar hjóna mætti alveg við málningu, en nenni ekki að byrja á því alveg strax.

Á gleðikvennasíðunni er kominn inn nýr brandari (nýr er kannski of mikið sagt) !



This page is powered by Blogger. Isn't yours?