janúar 13, 2004
Nú snjóar og snjóar. Snjórinn er blautur og þungur og ef ég væri barn núna, væri ég úti að búa til karla og kerlingar úr snjónum, velta upp kögglum, byggja snjóhús og allt sem nöfnum tjáir að nefna. Ég á einhvers staðar í hugskotinu mynd af heilmiklu virki, byggðu úr snjó. En, nei, ég sit við tölvuna mína og reyni að vinna og hef bara áhyggjur af því hvort það verði orðið ófært fyrir minn litla bíl þegar ég fer af stað heim.
Þórdís hefur horn í síðu jeppamanna og ég er henni hjartanlega sammála. Ég átti einu sinni jeppa, ekki svona ferlíki eins og núna viðgengst, heldur bara þokkalegan bíl sem kom manni á áfangastað þótt færðin væri slæm. Ég bjó þá á Norðfirði og vann inni í sveit, þannig að jeppi var nauðsyn. En í Reykjavík er það ekki snjórinn sem heftir för, heldur bílar sem sitja fastir hingað og þangað. Jepparnir komast ekkert lengra en hinir við þær aðstæður og þessir fáu dagar á ári sem þannig viðrar, réttlæta ekki þessa jeppaeign. OG HANA NÚ !!
Þórdís hefur horn í síðu jeppamanna og ég er henni hjartanlega sammála. Ég átti einu sinni jeppa, ekki svona ferlíki eins og núna viðgengst, heldur bara þokkalegan bíl sem kom manni á áfangastað þótt færðin væri slæm. Ég bjó þá á Norðfirði og vann inni í sveit, þannig að jeppi var nauðsyn. En í Reykjavík er það ekki snjórinn sem heftir för, heldur bílar sem sitja fastir hingað og þangað. Jepparnir komast ekkert lengra en hinir við þær aðstæður og þessir fáu dagar á ári sem þannig viðrar, réttlæta ekki þessa jeppaeign. OG HANA NÚ !!