janúar 28, 2004
Það ætti að banna suma daga ! Verst að maður veit ekki fyrr en í lok dagsins að það hefði átt að banna hann og þá er það of seint.
Björninn minn á að mæta í myndatöku í Rvík á fimmtudag - er búin að vera í símasambandi við hann mörgum sinnum í dag við að redda ýmsum praktískum atriðum.
Ég var að eltast við villu í forriti í dag, lenti í öllum hugsanlegum ógöngum á leiðinni að takmarkinu, en fann samt villuna. Þá var hún svo nauða ómerkileg að mér fannst að deginum hefði verið illa varið.
Ljósu punktar dagsins voru:
1. Badminton - þar sem við losuðum okkur við gremju og ergelsi dagsins
2. Mér tókst að finna og laga villuna, þrátt fyrir allt
3. Árni vinnufélagi minn bauð upp á eðal hákarl - þann besta sem ég hef lengi smakkað.
Nú skal gengið til náða - og þó fyrr hefði verið
Björninn minn á að mæta í myndatöku í Rvík á fimmtudag - er búin að vera í símasambandi við hann mörgum sinnum í dag við að redda ýmsum praktískum atriðum.
Ég var að eltast við villu í forriti í dag, lenti í öllum hugsanlegum ógöngum á leiðinni að takmarkinu, en fann samt villuna. Þá var hún svo nauða ómerkileg að mér fannst að deginum hefði verið illa varið.
Ljósu punktar dagsins voru:
1. Badminton - þar sem við losuðum okkur við gremju og ergelsi dagsins
2. Mér tókst að finna og laga villuna, þrátt fyrir allt
3. Árni vinnufélagi minn bauð upp á eðal hákarl - þann besta sem ég hef lengi smakkað.
Nú skal gengið til náða - og þó fyrr hefði verið