janúar 08, 2004
Það var svívirðilega hált í gærkvöldi og morgun og hérna í skóginum var verst. Bóndinn varð að skilja sinn eðalvagn (Volvo 142 árgerð 1974, já það er rétt 1974) eftir niðri í skógrækt þar sem sá gamli er eitthvað illa dekkjaður og á þar að auki við svipað skriðþungavandamál að glíma og sumir aðrir, ég nefni engin nöfn ! Minn bíll er ungur, sprækur og vel dekkjaður og fór þetta léttilega.
Ég þarf að fara á Norðfjörð á morgun að vinna. Skilst að hálkan sé ekki eins mikil á fjallvegum eins og í byggð, þannig að við Fjölnir, vinnufélagi minn, ættum að komast þetta án vandræða.
Þarf að verða mér úti um fisk, ekki veitir af eftir allt kjötátið um hátíðarnar. Best að athuga hjá litla bróður, hann lumar á ýmsu.....
Ég þarf að fara á Norðfjörð á morgun að vinna. Skilst að hálkan sé ekki eins mikil á fjallvegum eins og í byggð, þannig að við Fjölnir, vinnufélagi minn, ættum að komast þetta án vandræða.
Þarf að verða mér úti um fisk, ekki veitir af eftir allt kjötátið um hátíðarnar. Best að athuga hjá litla bróður, hann lumar á ýmsu.....