febrúar 16, 2004
Dagurinn er búinn að vera langur og erfiður. Mætti í vinnu eftir nokkurra daga veikindafrí, meira að segja komin í Egilsstaði klukkan 8 til að fara yfir verkefni dagsins, kynninguna á frumgerðinni sem við erum búin að vera að vinna að í nokkra mánuði. Fundurinn gekk ágætlega, fengum nokkra gagnrýni en allt var á uppbyggilegum nótum og flest smávægilegt.
Eitt er það sem farið hefur í mínar fínustu undanfarið:
Kjaftasögumaskínan hér á svæðinu.
Ég er búin að heyra nöfn tveggja einstaklinga nefnd í sambandi við líkfundinn í Neskaupstað. Báðir áttu að hafa átt þar hlut að máli. Í öðru tilvikinu var um hreinan uppspuna að ræða, sem átti við engin rök að styðjast, í hinu getgátur, byggðar á álíka traustum rökum og þegar Örn Árnason var að rekja samsæriskenningarnar um Norðmenn í Spaugstofunni forðum. Tíndar saman nokkrar fullyrðingar úr ýmsum áttum og síðan sagt:
"Tilviljun, ég held ekki !"
Ég vona bara að þetta mál fari að upplýsast áður en fleiri verða sviptir ærunni !
Eitt er það sem farið hefur í mínar fínustu undanfarið:
Kjaftasögumaskínan hér á svæðinu.
Ég er búin að heyra nöfn tveggja einstaklinga nefnd í sambandi við líkfundinn í Neskaupstað. Báðir áttu að hafa átt þar hlut að máli. Í öðru tilvikinu var um hreinan uppspuna að ræða, sem átti við engin rök að styðjast, í hinu getgátur, byggðar á álíka traustum rökum og þegar Örn Árnason var að rekja samsæriskenningarnar um Norðmenn í Spaugstofunni forðum. Tíndar saman nokkrar fullyrðingar úr ýmsum áttum og síðan sagt:
"Tilviljun, ég held ekki !"
Ég vona bara að þetta mál fari að upplýsast áður en fleiri verða sviptir ærunni !