febrúar 14, 2004
Einhver brögð hafa verið að því að áhugasamir hafi ekki getað opnað kommentin mín. Ég var að gera einhverjar tilraunir með javascript, tilraunin mistáokst og ég hreinsaði ekki alveg allt út aftur. Núna er ég búin að því. Ef kommentakerfið virkar ekki bið ég kunnuga að láta mig vita eftir öðrum leiðum.
Bóndinn fór til jarðarfarar góðrar konu hérna úr sveitinni sem lést alltof snemma. Þó tæknin við hjartaaðgerðir sé orðin mikil og góð, ræður hún ekki við allt. Ég treysti mér ekki, þarf helst að vera annað hvort lárétt eða lóðrétt - en er annars að jafna mig.
Vorblíðan heldur áfram - snjórinn nánast horfinn og meira að segja svellin, sem sitja jafnlengi og leiðinlegustu veislugestir, eru farin að láta sig.
Best að fara út að ganga smástund í tilefni af því.
Bóndinn fór til jarðarfarar góðrar konu hérna úr sveitinni sem lést alltof snemma. Þó tæknin við hjartaaðgerðir sé orðin mikil og góð, ræður hún ekki við allt. Ég treysti mér ekki, þarf helst að vera annað hvort lárétt eða lóðrétt - en er annars að jafna mig.
Vorblíðan heldur áfram - snjórinn nánast horfinn og meira að segja svellin, sem sitja jafnlengi og leiðinlegustu veislugestir, eru farin að láta sig.
Best að fara út að ganga smástund í tilefni af því.