febrúar 06, 2004
Enn í Reykjavík, stefni ótrauð í saumaklúbb hjá Elsu í kvöld. Björninn minn er farinn til Eyja, skorinn á tveimur stöðum með hendina í gifsi og dálítið skakkur, þar sem taka þurfti beinvef úr mjöðminni á honum til að græða í handlegginn. Ég fæ bara hroll við tilhugsunina. Hvort aðgerðin hefur heppnast kemur væntanlega í ljós á næstu vikum.
Ég ætla mér svo að fljúga austur á morgun ef veðrið verður þá ekki eitthvað að ybba sig. Hitti ágætan mann á flugvellinum áðan, sem var á leið austur á þorrablót í Hjaltalundi og tók svo til orða "er til göfugra tilefni en það" ?
Ja, maður spyr sig !!
Ég ætla mér svo að fljúga austur á morgun ef veðrið verður þá ekki eitthvað að ybba sig. Hitti ágætan mann á flugvellinum áðan, sem var á leið austur á þorrablót í Hjaltalundi og tók svo til orða "er til göfugra tilefni en það" ?
Ja, maður spyr sig !!